Bolt: Tilgangslaust að dvelja við liðna atburði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2011 13:08 Bolt í hlaupinu í gær. Nordic Photos / Getty Images Usain Bolt hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að einbeita sér að 200 metra hlaupinu. Hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með þjófstartið í 100 metra hlaupinu en óskaði landa sínum, Yohan Blake, um leið til hamingju með sigurinn. Líkt og alþjóð veit þjófstartaði Bolt í úrslitum 100 metra hlaups karla á heimsmeistaramótinu í Daegu í Suður-Kóreu í gær. Heimsmethafinn og ólympíumeistarinn hafði lítinn áhuga á að svara spurningum fréttamanna að hlaupinu loknu. Hann hefur nú sent frá sér yfirlýsingu að einhverju leyti til að bæta fyrir það. „Ég vil byrja á því að óska liðsfélaga mínum, Yohan Blake, til hamingju og öðrum sem unnu til verðlauna. Ég er skiljanlega vonsvikinn að hafa ekki fengið tækifæri til þess að verja titil minn sökum þjófstartsins. Mér leið vel í undankeppninni og var tilbúinn að hlaupa hratt í úrslitunum. Ég lagði hart að mér fyrir mótið og allt leit vel út." „Ég verð hins vegar að horfa fram á veginn, það er enginn tilgangur með því að dvelja í fortíðinni. Ég hef nokkra daga til þess að ná upp einbeitingunni og verða klár fyrir 200 metra hlaupið á föstudag. Þvínæst er það 4x100 metra boðhlaupið og svo nokkur hlaup fyrir lok tímabilsins. Ég veit að ég er í góðu formi og einbeiti mér að því að hlaupa vel í 200 metra hlaupinu." Þá þakkaði Bolt fyrir allar kveðjurnar og sagðist reyna eftir fremsta megni að gera stuðningsmenn sína stolta í 200 metra hlaupinu. Erlendar Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira
Usain Bolt hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að einbeita sér að 200 metra hlaupinu. Hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með þjófstartið í 100 metra hlaupinu en óskaði landa sínum, Yohan Blake, um leið til hamingju með sigurinn. Líkt og alþjóð veit þjófstartaði Bolt í úrslitum 100 metra hlaups karla á heimsmeistaramótinu í Daegu í Suður-Kóreu í gær. Heimsmethafinn og ólympíumeistarinn hafði lítinn áhuga á að svara spurningum fréttamanna að hlaupinu loknu. Hann hefur nú sent frá sér yfirlýsingu að einhverju leyti til að bæta fyrir það. „Ég vil byrja á því að óska liðsfélaga mínum, Yohan Blake, til hamingju og öðrum sem unnu til verðlauna. Ég er skiljanlega vonsvikinn að hafa ekki fengið tækifæri til þess að verja titil minn sökum þjófstartsins. Mér leið vel í undankeppninni og var tilbúinn að hlaupa hratt í úrslitunum. Ég lagði hart að mér fyrir mótið og allt leit vel út." „Ég verð hins vegar að horfa fram á veginn, það er enginn tilgangur með því að dvelja í fortíðinni. Ég hef nokkra daga til þess að ná upp einbeitingunni og verða klár fyrir 200 metra hlaupið á föstudag. Þvínæst er það 4x100 metra boðhlaupið og svo nokkur hlaup fyrir lok tímabilsins. Ég veit að ég er í góðu formi og einbeiti mér að því að hlaupa vel í 200 metra hlaupinu." Þá þakkaði Bolt fyrir allar kveðjurnar og sagðist reyna eftir fremsta megni að gera stuðningsmenn sína stolta í 200 metra hlaupinu.
Erlendar Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira