Webber ánægður með tvöfaldan sigur Red Bull 28. ágúst 2011 21:19 Jenson Button, Sebastian Vettel og Mark Webber á verðlaunapallinum á Spa brautinni í dag. AP mynd: Frank Augstein Mark Webber hjá Red Bull varð í öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel. Hann fagnaði 35 ára afmæli í gær og hefur framlengt samning sinn við Red Bull út árið 2012, en það var tilkynnt formlega fyrir mótshelgina. Webber var þriðji á ráslínu á Spa brautinni í dag, en ræsingin mistókst hjá honum og hann féll um tíma í áttunda sæti. Webber segir að sérstakur (anti-stall) búnaður í bílnum hafi trúlega heft framför hans í ræsingunni, hugsanlega vegna þess að rásmarkið er í lítilsháttar brekku, en sagði það þó óljóst. „Við höfum áhyggjur af dekkjamálum áður en við lögðum af stað og það var mikið fundað um málið í morgun. En réttar ákvarðanir voru teknar og liðið brást vel við ástandinu, eftir að hafa skoðað málin í nótt, til að nýta dekkin eins vel og mögulegt er", sagði Webber, en dekkin á bíl hans og Vettel slitnuðu ótæpilega í tímatökunni í gær og reglan segir að tíu fremstu menn megi ekki skipta um dekk eftir tímatökuna og fyrir ræsingu kappaksturs. Liðið vildi fá undanþágu frá reglunni, en það gekk ekki eftir. „Dekkin voru mjög skemmd eftir tímatökuna og við þurfum að taka þjónustuhlé snemma í keppninni til að varna því að lenda í ógöngum. Ég náði að skáka einhverjum í upphafi, eftir ræsinguna og þegar öryggisbíllinn kom út, þá heyrði ég ekki í liðinu að ég ætti að taka þjónustuhlé. Ég hafði áhyggjur af stöðunni eftir þetta, en við héldum áfram og bíllinn lét vel af stjórn. Ég náði að aka vel og við náðum hagstæðum úrslitum, og þetta var einn besti tvöfaldi sigur liðsins. Þetta var frábær helgi fyrir liðið og það átti sigurinn skilið", sagði Webber. Formúla Íþróttir Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull varð í öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel. Hann fagnaði 35 ára afmæli í gær og hefur framlengt samning sinn við Red Bull út árið 2012, en það var tilkynnt formlega fyrir mótshelgina. Webber var þriðji á ráslínu á Spa brautinni í dag, en ræsingin mistókst hjá honum og hann féll um tíma í áttunda sæti. Webber segir að sérstakur (anti-stall) búnaður í bílnum hafi trúlega heft framför hans í ræsingunni, hugsanlega vegna þess að rásmarkið er í lítilsháttar brekku, en sagði það þó óljóst. „Við höfum áhyggjur af dekkjamálum áður en við lögðum af stað og það var mikið fundað um málið í morgun. En réttar ákvarðanir voru teknar og liðið brást vel við ástandinu, eftir að hafa skoðað málin í nótt, til að nýta dekkin eins vel og mögulegt er", sagði Webber, en dekkin á bíl hans og Vettel slitnuðu ótæpilega í tímatökunni í gær og reglan segir að tíu fremstu menn megi ekki skipta um dekk eftir tímatökuna og fyrir ræsingu kappaksturs. Liðið vildi fá undanþágu frá reglunni, en það gekk ekki eftir. „Dekkin voru mjög skemmd eftir tímatökuna og við þurfum að taka þjónustuhlé snemma í keppninni til að varna því að lenda í ógöngum. Ég náði að skáka einhverjum í upphafi, eftir ræsinguna og þegar öryggisbíllinn kom út, þá heyrði ég ekki í liðinu að ég ætti að taka þjónustuhlé. Ég hafði áhyggjur af stöðunni eftir þetta, en við héldum áfram og bíllinn lét vel af stjórn. Ég náði að aka vel og við náðum hagstæðum úrslitum, og þetta var einn besti tvöfaldi sigur liðsins. Þetta var frábær helgi fyrir liðið og það átti sigurinn skilið", sagði Webber.
Formúla Íþróttir Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira