Færri tilkynningar um Sæsteinsugubit en í fyrra Karl Lúðvíksson skrifar 28. ágúst 2011 11:09 Sæsteinsuga áföst við hýsil sem í þessu tilfelli er lax Mynd úr safni Mun færri tilkynningar hafa verið um Sæsteinsugubit á laxfiskum núna í sumar miðað við í fyrra. Á tímabili höfðu menn af þessu miklar áhyggjur, þá sérstaklega í ljósi þess að talið var að þessi fiskur væri farinn að hrygna í miklum mæli hér við land. Ekki hafa fundist nein merki þess að einhver hrygning sé við landið en þetta þarf þó að rannsaka betur til að einhver niðurstaða fáist í málið. Sæsteinsugann skilur eftir ljót sár á fiskinum sem dregur hann stundum til dauða. Einu tilfellin sem við höfum fengið staðfest er einn lax í Soginu sem veiddist í júlí, 2-3 laxar með bit úr Rangánum og bleikja úr Eyjafjarðaránni. Líklega eru tilfellin fleiri en það fer þó minna fyrir umræðunni en í fyrra. Þess má geta að Sæsteinsuga þykir herramannsmatur í Evrópu. Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Mun færri tilkynningar hafa verið um Sæsteinsugubit á laxfiskum núna í sumar miðað við í fyrra. Á tímabili höfðu menn af þessu miklar áhyggjur, þá sérstaklega í ljósi þess að talið var að þessi fiskur væri farinn að hrygna í miklum mæli hér við land. Ekki hafa fundist nein merki þess að einhver hrygning sé við landið en þetta þarf þó að rannsaka betur til að einhver niðurstaða fáist í málið. Sæsteinsugann skilur eftir ljót sár á fiskinum sem dregur hann stundum til dauða. Einu tilfellin sem við höfum fengið staðfest er einn lax í Soginu sem veiddist í júlí, 2-3 laxar með bit úr Rangánum og bleikja úr Eyjafjarðaránni. Líklega eru tilfellin fleiri en það fer þó minna fyrir umræðunni en í fyrra. Þess má geta að Sæsteinsuga þykir herramannsmatur í Evrópu.
Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði