Vettel fljótastur í tímatökunni, en hjól flaug undan bíl Schumacher 27. ágúst 2011 13:51 Mark Webber, Sebastian Vettel og Lewis Hamilton fagna árangrinum í tímatökunni í dag. AP mynd. Yves Logghe Það var misjöfn gæfa tveggja þýskra ökumanna í tímatökunni á Spa brautinni í Belgíu í dag. Sebastian Vettel náði besta tíma á Red Bull, en Michael Schumacher verður aftastur á ráslínu eftir að afturhjól flaug undan bílnum í fyrstu umferð tímatökunnar. Schumacher er að halda upp á það að tuttugu ár eru frá fyrsta Formúlu 1 móti hans, en gæfan var honum ekki hliðholl að þessu sinni. En það var harður slagur í tímatökunni í dag og mikil keppni um að komast 10 manna lokaumferðina. Í níunda skipti á árinu tókst Vettel að ná besta tíma í tímatöku á þessu ári og hann verður á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Mark Webber á Red Bull og Felipe Massa á Ferrari koma næstir. Nýliði sem keppnisökumaður í liði Renault, Bruno Senna náði góðum árangri og er sjöundi á ráslínunni í sínu fyrsta móti með liðinu, en fyrir aftan hann verður Fernando Alonso á Ferrari. Óheppilegt atvik varð á milli Hamilton og Pastor Maldonado í annari umferð tímatökunnar, en þá rákust þeir saman eftir að þeir komu í endamark og dómarar munu trúlega skoða atvikið. Bein útsending er frá kappakstrinum á Spa brautinni kl. 11.30 á sunnudag í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Tímarnir í dag af autosport.com. 1. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m48.298s 2. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m48.730s + 0.432 3. Mark Webber Red Bull-Renault 1m49.376s + 1.078 4. Felipe Massa Ferrari 1m50.256s + 1.958 5. Nico Rosberg Mercedes 1m50.552s + 2.254 6. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m50.773s + 2.475 7. Bruno Senna Renault 1m51.121s + 2.823 8. Fernando Alonso Ferrari 1m51.251s + 2.953 9. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m51.374s + 3.076 10. Vitaly Petrov Renault 1m52.303s 4.005 11. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 2m04.692s + 1.924 12. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 2m04.757s + 1.989 13. Jenson Button McLaren-Mercedes 2m05.150s + 2.382 14. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 2m07.349s + 4.581 15. Adrian Sutil Force India-Mercedes 2m07.777s + 5.009 16. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 2m08.106s + 5.338 17. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 2m08.354s 5.586 18. Paul di Resta Force India-Mercedes 2m07.758s + 5.945 19. Jarno Trulli Lotus-Renault 2m07.773s + 5.960 20. Timo Glock Virgin-Cosworth 2m09.566s + 7.753 21. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 2m11.601s + 9.788 22. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth 2m11.616s + 9.803 Formúla Íþróttir Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Það var misjöfn gæfa tveggja þýskra ökumanna í tímatökunni á Spa brautinni í Belgíu í dag. Sebastian Vettel náði besta tíma á Red Bull, en Michael Schumacher verður aftastur á ráslínu eftir að afturhjól flaug undan bílnum í fyrstu umferð tímatökunnar. Schumacher er að halda upp á það að tuttugu ár eru frá fyrsta Formúlu 1 móti hans, en gæfan var honum ekki hliðholl að þessu sinni. En það var harður slagur í tímatökunni í dag og mikil keppni um að komast 10 manna lokaumferðina. Í níunda skipti á árinu tókst Vettel að ná besta tíma í tímatöku á þessu ári og hann verður á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Mark Webber á Red Bull og Felipe Massa á Ferrari koma næstir. Nýliði sem keppnisökumaður í liði Renault, Bruno Senna náði góðum árangri og er sjöundi á ráslínunni í sínu fyrsta móti með liðinu, en fyrir aftan hann verður Fernando Alonso á Ferrari. Óheppilegt atvik varð á milli Hamilton og Pastor Maldonado í annari umferð tímatökunnar, en þá rákust þeir saman eftir að þeir komu í endamark og dómarar munu trúlega skoða atvikið. Bein útsending er frá kappakstrinum á Spa brautinni kl. 11.30 á sunnudag í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Tímarnir í dag af autosport.com. 1. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m48.298s 2. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m48.730s + 0.432 3. Mark Webber Red Bull-Renault 1m49.376s + 1.078 4. Felipe Massa Ferrari 1m50.256s + 1.958 5. Nico Rosberg Mercedes 1m50.552s + 2.254 6. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m50.773s + 2.475 7. Bruno Senna Renault 1m51.121s + 2.823 8. Fernando Alonso Ferrari 1m51.251s + 2.953 9. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m51.374s + 3.076 10. Vitaly Petrov Renault 1m52.303s 4.005 11. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 2m04.692s + 1.924 12. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 2m04.757s + 1.989 13. Jenson Button McLaren-Mercedes 2m05.150s + 2.382 14. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 2m07.349s + 4.581 15. Adrian Sutil Force India-Mercedes 2m07.777s + 5.009 16. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 2m08.106s + 5.338 17. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 2m08.354s 5.586 18. Paul di Resta Force India-Mercedes 2m07.758s + 5.945 19. Jarno Trulli Lotus-Renault 2m07.773s + 5.960 20. Timo Glock Virgin-Cosworth 2m09.566s + 7.753 21. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 2m11.601s + 9.788 22. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth 2m11.616s + 9.803
Formúla Íþróttir Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira