Webber áfram hjá Red Bull 2012 27. ágúst 2011 09:11 Mark Webber um borð í Red Bull bílnum á Spa brautinni. AP mynd: Yves Logghe Red Bull hefur staðfest formlega að Mark Webber verður áfram hjá liðinu á næsta keppnistímabili og ekur því við hlið Sebastian Vettel eins og síðustu ár. Þeir félagar eru í fyrsta og öðru sæti í stigamóti ökumanna í ár. Þeir hafa ekið saman hjá Red Bull síðustu þrjú ár og keppa á Spa brautinni í Belgíu um helgina. „Ég vil halda áfram að keppa á toppnum í Formúlu 1 og þurfti því ekki mikla umhugsun varðandi áframhaldandi veru hjá Red Bull. Það sem rekur mig áfram af sama krafti er að ná sem bestum árangri fyrir mig og liðið", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Síðustu fimm ár höfum við unnið saman af kappi og sannað að við getum hannað og byggt samkeppnisfæran bíl, kláran í titilslag og ég hlakka því að taka á því á mótshelgum árið 2012. Christian Horner yfirmaður Red Bull sagði: „Þegar við settumst niður til að ræða 2012, þá var strax ljóst að Webber vildi halda samstarfinu áfram og það lá því ljóst fyrir að framlengja. Mark þekkir liðið vel og hefur verið hjá okkur síðan 2007. Áræðni hans og líkamlegt ásigkomulag er gott sem fyrr. Webber og Vettel eru sterkir saman og ögra hvor öðrum og við erum mjög ánægður að vera með sömu ökumenn fjórða árið í röð", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Red Bull hefur staðfest formlega að Mark Webber verður áfram hjá liðinu á næsta keppnistímabili og ekur því við hlið Sebastian Vettel eins og síðustu ár. Þeir félagar eru í fyrsta og öðru sæti í stigamóti ökumanna í ár. Þeir hafa ekið saman hjá Red Bull síðustu þrjú ár og keppa á Spa brautinni í Belgíu um helgina. „Ég vil halda áfram að keppa á toppnum í Formúlu 1 og þurfti því ekki mikla umhugsun varðandi áframhaldandi veru hjá Red Bull. Það sem rekur mig áfram af sama krafti er að ná sem bestum árangri fyrir mig og liðið", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Síðustu fimm ár höfum við unnið saman af kappi og sannað að við getum hannað og byggt samkeppnisfæran bíl, kláran í titilslag og ég hlakka því að taka á því á mótshelgum árið 2012. Christian Horner yfirmaður Red Bull sagði: „Þegar við settumst niður til að ræða 2012, þá var strax ljóst að Webber vildi halda samstarfinu áfram og það lá því ljóst fyrir að framlengja. Mark þekkir liðið vel og hefur verið hjá okkur síðan 2007. Áræðni hans og líkamlegt ásigkomulag er gott sem fyrr. Webber og Vettel eru sterkir saman og ögra hvor öðrum og við erum mjög ánægður að vera með sömu ökumenn fjórða árið í röð", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira