Getafe hvetur stuðningsmenn sína til þess að gerast sæðisgjafar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2011 23:30 Spænska efstu deildar félagið Getafe fer heldur óhefðbundna leið í því að auglýsa ársmiða fyrir komandi tímabili. Félagið hefur látið framleiða auglýsingu þar sem stuðningsmenn félagsins eru hvattir til þess að gerast sæðisgjafar í þeim tilgangi að fjölga stuðningsmönnum félagsins. Myndbandið gæti farið fyrir brjóstið á einhverjum og er fólk því hvatt til þess að lesa lýsingu myndbandsins áður en horft er á það. Auglýsingin, sem skiljanlega er á spænsku, hefst á því að stuðningsmaður stendur á tómum leikvangi félagsins. Texti birtist á skjánum. „Við eigum við vandamál að stríða: Við erum of fáir." Í framhaldinu segir rödd okkur að það sé til lausn á vandamálinu og í sömu andrá beinir myndavélin sjónum sínum að klofi stuðningsmannsins. Í næstu senu er stuðningsmaðurinn mættur á læknastofu tilbúin að leggja sitt af mörkum og gefa sæði. Honum er rétt lítið plastílát auk klámmyndar sem ber heitið: „Kynæsandi uppvakningar Getafe". Klámmyndin sýnir ungar konur í herbergi þakið veggspjöldum til heiðurs Getafe ásamt fánum og treflum. Konurnar neyta drykkjar sem breytir þeim í uppvakninga með kynlíf á heilanum. Hugmyndin er sú að myndbandið sé svo erótískt að sæðisgjafinn eiga ekki í vandræðum með að leggja sitt af mörkum. Í næstu senu sjáum við konu á spítala með nýfætt barn sitt í fanginu. Ný kynslóð stuðningsmanna Getafe að fæðast. Þvínæst sjáum við sæðisfrumu á leið inn í egg undir orðunum: „Því fleiri því betra." Myndbandinu lýkur með upplýsingum um að myndbandið sé fáanlegt á næstu heilsugæslustöð. José Antonio Cuétara, yfirmaður markaðsdeildar Getafe, segir myndina vissulega umdeilda en engu að síður góða. Félagið selur árlega um 9 þúsund ársmiða en þurfi að selja fleiri. Getafe er minnsta Madridar-liðið í La Liga, efstu deild Spánar. Real Madrid og Atletico Madrid selja til samanburðar 85 þúsund og 42 þúsund ársmiða. Angel Torres, leikstjóri myndarinnar, segir myndina ekki eiga að höfða til sérstaks hóps almennings. Aðeins til þeirra sem hafi góðan húmor. Spænski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira
Spænska efstu deildar félagið Getafe fer heldur óhefðbundna leið í því að auglýsa ársmiða fyrir komandi tímabili. Félagið hefur látið framleiða auglýsingu þar sem stuðningsmenn félagsins eru hvattir til þess að gerast sæðisgjafar í þeim tilgangi að fjölga stuðningsmönnum félagsins. Myndbandið gæti farið fyrir brjóstið á einhverjum og er fólk því hvatt til þess að lesa lýsingu myndbandsins áður en horft er á það. Auglýsingin, sem skiljanlega er á spænsku, hefst á því að stuðningsmaður stendur á tómum leikvangi félagsins. Texti birtist á skjánum. „Við eigum við vandamál að stríða: Við erum of fáir." Í framhaldinu segir rödd okkur að það sé til lausn á vandamálinu og í sömu andrá beinir myndavélin sjónum sínum að klofi stuðningsmannsins. Í næstu senu er stuðningsmaðurinn mættur á læknastofu tilbúin að leggja sitt af mörkum og gefa sæði. Honum er rétt lítið plastílát auk klámmyndar sem ber heitið: „Kynæsandi uppvakningar Getafe". Klámmyndin sýnir ungar konur í herbergi þakið veggspjöldum til heiðurs Getafe ásamt fánum og treflum. Konurnar neyta drykkjar sem breytir þeim í uppvakninga með kynlíf á heilanum. Hugmyndin er sú að myndbandið sé svo erótískt að sæðisgjafinn eiga ekki í vandræðum með að leggja sitt af mörkum. Í næstu senu sjáum við konu á spítala með nýfætt barn sitt í fanginu. Ný kynslóð stuðningsmanna Getafe að fæðast. Þvínæst sjáum við sæðisfrumu á leið inn í egg undir orðunum: „Því fleiri því betra." Myndbandinu lýkur með upplýsingum um að myndbandið sé fáanlegt á næstu heilsugæslustöð. José Antonio Cuétara, yfirmaður markaðsdeildar Getafe, segir myndina vissulega umdeilda en engu að síður góða. Félagið selur árlega um 9 þúsund ársmiða en þurfi að selja fleiri. Getafe er minnsta Madridar-liðið í La Liga, efstu deild Spánar. Real Madrid og Atletico Madrid selja til samanburðar 85 þúsund og 42 þúsund ársmiða. Angel Torres, leikstjóri myndarinnar, segir myndina ekki eiga að höfða til sérstaks hóps almennings. Aðeins til þeirra sem hafi góðan húmor.
Spænski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira