Verður slegið nýtt met í Breiðdalsá? Karl Lúðvíksson skrifar 26. ágúst 2011 11:38 Mynd: Karl Lúðvíksson Nú hafa 790 laxar veiðst í Breiðdalsá og ennþá góður tími framundan í ánni. Heildarveiðin í fyrra var met en þá veiddust 1178 laxar, en það má alveg fastlega reikna með að áin gæti farið yfir þá tölu því fyrstu tvær vikurnar í september hafa oft gefið flotta veiði. Það hefur verið gott hlutfall tveggja ára laxa í ánni og göngur mjög jafnar alveg frá opnun. Bleikjuveiðin á silungasvæðinu hefur líka verið ágæt og sumir hafa líka sett í laxa á því svæði þegar laxinn fer þar í gegn á leið sinni upp í Breiðdalsá. Bleikjan hefur verið væn og kemur vel haldin úr sjó. Við ætlum að skjóta á að það verði nýtt met slegið í ánni þetta sumarið og að áin endi í ca. 1200 löxum. Stangveiði Mest lesið Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði
Nú hafa 790 laxar veiðst í Breiðdalsá og ennþá góður tími framundan í ánni. Heildarveiðin í fyrra var met en þá veiddust 1178 laxar, en það má alveg fastlega reikna með að áin gæti farið yfir þá tölu því fyrstu tvær vikurnar í september hafa oft gefið flotta veiði. Það hefur verið gott hlutfall tveggja ára laxa í ánni og göngur mjög jafnar alveg frá opnun. Bleikjuveiðin á silungasvæðinu hefur líka verið ágæt og sumir hafa líka sett í laxa á því svæði þegar laxinn fer þar í gegn á leið sinni upp í Breiðdalsá. Bleikjan hefur verið væn og kemur vel haldin úr sjó. Við ætlum að skjóta á að það verði nýtt met slegið í ánni þetta sumarið og að áin endi í ca. 1200 löxum.
Stangveiði Mest lesið Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði