Webber býst við slag á milli Ferrari, McLaren og Red Bull 24. ágúst 2011 17:05 Mark Webber í þjónustuhléi í síðustu keppni. Getty Images/Mark Thompson/Red Bull Racing Mark Webber hjá Red Bull gerir ráð fyrir baráttu um sigur á milli Ferrari, McLaren og Red Bull í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Hann var í baráttunni um efstu sætin í keppninni fyrra og varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton á McLaren, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Robert Kubica á Renault varð þriðji. „Spa er án vafa ein besta brautin á mótaskránni. Þetta er frábær braut að mæta til keppni á eftir að hafa verið svona lengi frá ökumannsklefanum. Þetta er verðugt verkefni fyrir ökumenn og keppnisliðin útaf legu brautarinnar og veðurfarinu", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um mótið um helgina. Keppnislið hafa verið í sumarfríi frá síðustu keppni sem var í lok júlí. Veðrið hafði áhrif á gang mála á Spa brautinni í fyrra að sögn Webber og hann naut þess að keppa um verðlaunasæti við Hamilton og Kubica. Um mótið um helgina sagði Webber: „Ég býst við harðri keppni á milli Ferrari, McLaren og Red Bull. Það var gott að endurhlaða batteríin fyrir seinni hluta keppnistímabilsins og verja tíma með fjölskyldu og vinum. En þrjár vikur er nægt frí og maður var farinn að sakna þess að keyra ekki bílinn eftir svona langan tíma", sagði Webber. Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull gerir ráð fyrir baráttu um sigur á milli Ferrari, McLaren og Red Bull í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Hann var í baráttunni um efstu sætin í keppninni fyrra og varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton á McLaren, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Robert Kubica á Renault varð þriðji. „Spa er án vafa ein besta brautin á mótaskránni. Þetta er frábær braut að mæta til keppni á eftir að hafa verið svona lengi frá ökumannsklefanum. Þetta er verðugt verkefni fyrir ökumenn og keppnisliðin útaf legu brautarinnar og veðurfarinu", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um mótið um helgina. Keppnislið hafa verið í sumarfríi frá síðustu keppni sem var í lok júlí. Veðrið hafði áhrif á gang mála á Spa brautinni í fyrra að sögn Webber og hann naut þess að keppa um verðlaunasæti við Hamilton og Kubica. Um mótið um helgina sagði Webber: „Ég býst við harðri keppni á milli Ferrari, McLaren og Red Bull. Það var gott að endurhlaða batteríin fyrir seinni hluta keppnistímabilsins og verja tíma með fjölskyldu og vinum. En þrjár vikur er nægt frí og maður var farinn að sakna þess að keyra ekki bílinn eftir svona langan tíma", sagði Webber.
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira