20 ár frá fyrsta Formúlu 1 móti Schumacher 22. ágúst 2011 14:14 Michael Schumacher um borð í Mercedes bílnum. Hann keppti í fyrsta skipti í Formúlu 1 á Spa brautinni í Belgíu árið 1991. Mynd: Mercedes GP Mercedes ökumennirnir Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta til leiks í Formúlu 1 á Spa brautinni um næstu helgi, en þá fer tólfta Formúlu 1 mót ársins fram á braut sem margir ökumenn halda upp á. Schumacher ók í Formúlu 1 í fyrsta skipti í Formúlu 1 á Spa brautinni árið 1991 með Jordan liðinu, fyrir 20 árum síðan. „Mótið á Spa verður sérstakt að þessu sinni, þar sem ég ók þar í fyrsta skipti í Formúlu 1 fyrir 20 árum síðan. Það er erfitt að trúa að svo langt sé um liðið og margt hefur breyst á þessum 20 árum", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „En eitt hefur ekki breyst og það er að brautin er ennþá tilkomumikil. Ég elska náttúrulega staðsetningu brautarinnar og hólanna og hæðirnar. Það hefur svo margt markvert gerst á Spa hvað minn feril varðar. Ég vil því nota tækifærið og senda öllum aðdáendum mínum þakkir fyrir stuðningin síðustu 20 ár og líka eftir að ég mætti til leiks á ný", sagði Schumacher, sem byrjaði að keppa með Mercedes í fyrra eftir þriggja ára hlé frá Formúlu 1. Schumacher sagði að menn mæti ferskir til leiks á Spa eftir sumarfrí og muni reyna setja mark sitt á mótið á Spa brautinni. Rosberg, liðsfélagi Schumacher segir að Spa brautin sé önnur tveggja uppáhaldsbrauta hans, en Suzuka brautin Japan er hin. „Brautin er ekki aðeins ögrandi, en líka skemmtilega að keyra á Formúlu 1 bíl. Það eru margir háhraðakaflar sem ætti að henta okkar bíl vel", sagði Rosberg sem hefur notið þess að vera í sumarfríi með fjölskyldunni, en segir að gott verði að komast í takt við kappakstur á ný um næstu helgi ásamt liðsmönnum sínum, sem voru í fríi líka. Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mercedes ökumennirnir Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta til leiks í Formúlu 1 á Spa brautinni um næstu helgi, en þá fer tólfta Formúlu 1 mót ársins fram á braut sem margir ökumenn halda upp á. Schumacher ók í Formúlu 1 í fyrsta skipti í Formúlu 1 á Spa brautinni árið 1991 með Jordan liðinu, fyrir 20 árum síðan. „Mótið á Spa verður sérstakt að þessu sinni, þar sem ég ók þar í fyrsta skipti í Formúlu 1 fyrir 20 árum síðan. Það er erfitt að trúa að svo langt sé um liðið og margt hefur breyst á þessum 20 árum", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „En eitt hefur ekki breyst og það er að brautin er ennþá tilkomumikil. Ég elska náttúrulega staðsetningu brautarinnar og hólanna og hæðirnar. Það hefur svo margt markvert gerst á Spa hvað minn feril varðar. Ég vil því nota tækifærið og senda öllum aðdáendum mínum þakkir fyrir stuðningin síðustu 20 ár og líka eftir að ég mætti til leiks á ný", sagði Schumacher, sem byrjaði að keppa með Mercedes í fyrra eftir þriggja ára hlé frá Formúlu 1. Schumacher sagði að menn mæti ferskir til leiks á Spa eftir sumarfrí og muni reyna setja mark sitt á mótið á Spa brautinni. Rosberg, liðsfélagi Schumacher segir að Spa brautin sé önnur tveggja uppáhaldsbrauta hans, en Suzuka brautin Japan er hin. „Brautin er ekki aðeins ögrandi, en líka skemmtilega að keyra á Formúlu 1 bíl. Það eru margir háhraðakaflar sem ætti að henta okkar bíl vel", sagði Rosberg sem hefur notið þess að vera í sumarfríi með fjölskyldunni, en segir að gott verði að komast í takt við kappakstur á ný um næstu helgi ásamt liðsmönnum sínum, sem voru í fríi líka.
Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira