Senna gladdi hjörtu Renault manna 30. ágúst 2011 17:32 Bruno Senna ók með Renault í gær. AP mynd: Frank Augstein Framkvæmdarstjóri Renault, Eric Boullier telur að Bruno Senna hafi staðið sig vel miðað við aðstæður í fyrsta Formúlu 1 mótið sínu með Renault í gær. Senna lenti þó í árekstri í fyrstu beygju eftir að hafa náð sjöunda sæti á ráslínu og þannig slegið í gegn og glatt hjörtu Renault manna. „Ég var ánægður að sjá starfsmenn okkar fagna eftir tímatökuna og brosa. Það hefur ekki gerst síðan í Malasíu. Það er mikilvægt að þeir sem leggja nótt við nýtan dag séu glaðir og ná þannig því besta út úr þeim", sagði Bouillier í frétt á autosport.com í dag. Senna klessti á Jamie Alguersuari hjá Torro Rosso í fyrstu beygju og sá síðarnefndi féll úr leik, en Senna náði að halda áfram og lauk keppni í þrettánda sæti. „Veikileiki hans (Senna) er augljóslega sá að hann hefur lítið ekið síðan í janúar og hann þarf að fá meiri reynslu í að nýta möguleika bílsins. Styrkleiki hans er hvað hann er yfirvegaður og hvernig hann byggði upp hraðann og hve vel hann vann með tæknimönnum okkar." Þetta var erfitt fyrir hann. Hann var staðfestur seint sem ökumaður og veðrið hafði sitt að segja á erfiðri brautinni. Það verður líka erfitt fyrir hann í næsta móti á Monza, þar sem bíllinn er erfiður í meðförum vegna lítils niðurtogs. En sjálfstraust hans er komið í botn og ég er viss um að hann getur þetta", sagði Bouillier. Bouillier þurfti sjálfur að taka erfiða ákvörðun þegar hann ákvað að láta Nick Heidfeld víkja úr ökumannssæti fyrir Senna og hann sagðist taka ábyrgð á gerðum sínum. Hann sagði að það tæki tíma að byggja upp sjálfstraust hjá liði og gera breytingar og koma því á sigurbraut á ný. Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Framkvæmdarstjóri Renault, Eric Boullier telur að Bruno Senna hafi staðið sig vel miðað við aðstæður í fyrsta Formúlu 1 mótið sínu með Renault í gær. Senna lenti þó í árekstri í fyrstu beygju eftir að hafa náð sjöunda sæti á ráslínu og þannig slegið í gegn og glatt hjörtu Renault manna. „Ég var ánægður að sjá starfsmenn okkar fagna eftir tímatökuna og brosa. Það hefur ekki gerst síðan í Malasíu. Það er mikilvægt að þeir sem leggja nótt við nýtan dag séu glaðir og ná þannig því besta út úr þeim", sagði Bouillier í frétt á autosport.com í dag. Senna klessti á Jamie Alguersuari hjá Torro Rosso í fyrstu beygju og sá síðarnefndi féll úr leik, en Senna náði að halda áfram og lauk keppni í þrettánda sæti. „Veikileiki hans (Senna) er augljóslega sá að hann hefur lítið ekið síðan í janúar og hann þarf að fá meiri reynslu í að nýta möguleika bílsins. Styrkleiki hans er hvað hann er yfirvegaður og hvernig hann byggði upp hraðann og hve vel hann vann með tæknimönnum okkar." Þetta var erfitt fyrir hann. Hann var staðfestur seint sem ökumaður og veðrið hafði sitt að segja á erfiðri brautinni. Það verður líka erfitt fyrir hann í næsta móti á Monza, þar sem bíllinn er erfiður í meðförum vegna lítils niðurtogs. En sjálfstraust hans er komið í botn og ég er viss um að hann getur þetta", sagði Bouillier. Bouillier þurfti sjálfur að taka erfiða ákvörðun þegar hann ákvað að láta Nick Heidfeld víkja úr ökumannssæti fyrir Senna og hann sagðist taka ábyrgð á gerðum sínum. Hann sagði að það tæki tíma að byggja upp sjálfstraust hjá liði og gera breytingar og koma því á sigurbraut á ný.
Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira