Fjórða degi Heimsmeistaramótsins i frjálsum í Daegu í Suður-Kóreu er lokið en þrír karlar og þrjár konur tryggðu sér heimsmeistaratitil í dag. Úrslitin réðust þá í sex greinum og þar á meðal var sjöþraut kvenna.
Heimsmeistarar dagsins komu frá fimm þjóðum en Rússar unnu tvo heimsmeistaratitla í dag. Heimsmeistarar dagsins voru eftirtaldir:
Kirani James frá Grenada í 400 metra hlaupi
David Rudisha frá Kenía í 800 metra hlaupi
Robert Harting frá Þýskalandi í kringlukasti
Yuliya Zarudneva Zaripova frá Rússlandi í 3000 metra hrindrunarhlaupi
Tatyana Chernova frá Rússlandi í sjöþraut
Fabiana Murer frá Brasilíu í stangarstökki
Vísir hefur tekið saman skemmtilegt myndasafn af heimsmeisturum dagsins en myndirnar koma frá Getty myndaþjónustinni. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Heimsmeistarar dagsins á HM í frjálsum í Daegu - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn


Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“
Íslenski boltinn

