Körfubolti

Fjórtán stiga tap fyrir Kínverjum í fyrri leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Anton
Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með fjórtán stigum, 66-80, í fyrri vináttulandsleiknum við Kínverja en leikurinn fór fram í Xuchang City í Kína. Íslenska liðið náði mest átta stiga forskoti í öðrum leikhluta en var 26-30 undir í hálfleik.

Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson opnuðu leikinn með þriggja stiga körfum og íslenska liðið komst yfir í 24-16 í öðrum leikhluta. Kínverjar skoruðu þá fjórtán stig gegn tveimur og voru því 30-26 yfir í hálfleik.

Kínverjar voru níu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann og íslenska liðið fékk nokkur opin þriggja stiga skot til að koma muninum niður í sjö stig í lokaleikhlutanum en boltinn vildi ekki í körfuna.

Kímverjar enduðu síðan leikinn á troðslu og unnu því leikinn með fjórtán stiga mun, 80-66.

Seinni vináttulandsleikurinn fer fram á sunnudaginn.



Stig Íslands í leiknum:

Jón Arnór Stefánsson 18 stig

Jakob Örn Sigurðarson 17 stig

Hlynur Bæringsson 14 stig og 6 fráköst

Pavel Ermolinskij 7 stig og 10 fráköst

Ægir Þór Steinarsson  4 stig

Brynjar Þór Björnsson 2 stig

Ólafur Ólafsson 2 stig

Finnur Atli Magnússon 2 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×