Sigurður Ragnar: Það er enginn ómissandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2011 14:45 Edda Garðarsdóttir er meidd og verður ekki með. Mynd/Valli Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hélt í dag blaðamannafund þar sem að hann fór yfir leikmannahópinn sem hann valdi fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Það vekur athygli að Edda Garðarsdóttir er ekki í hópnum en hún er með rifinn liðþófa í hné. Hún hefur þegar farið í speglun og verður vonandi búin að ná sér fyrir Október-leikina okkar á móti Norður-Írum og Ungverjum," útskýrði Sigurður Ragnar á fundinum. „Edda hefur verið lykilmaður hjá okkur og kjölfestan á miðjunni. Hún hefur líka tekið föstu leikatriðin okkar og hefur lagt upp mikið af mörkum eftir aukaspyrnur og hornspyrnur. Við þurfum að finna nýja lausn á því en það er enginn ómissandi en það verður örugglega einhver góður miðjumaður við hliðina á Söru," sagði Sigurður Ragnar. „Rakel Hönnudóttir sem hefur verið í okkar hópi líka er meidd. Hún er með beinmar á ökkla. Þetta eru einu forföllin sem eru vegna meiðsla en aðrar eru klárar í slaginn," sagði Sigurður Ragnar. „Það vekur kannski líka athygli að það er nýliði í hópnum þó svo að hún sé ekki beinn nýliði. Laufey Ólafsdóttir hefur spilað 23 landsleiki er að koma inn í landsliðið í fyrsta sinn síðan 2006. Hún hefur verið að spila mjög vel með Val í sumar og ég held að hún eigi fullt erindi í þennan hóp," sagði Sigurður Ragnar en Laufey hefur aldrei spilað fyrir hann áður. „Okkur hefur gengið mjög vel á þessu ári og við spiluðum úrslitaleik á Algarve og unnum þrjár sterkar þjóðir þar. Við byrjuðum þessa undankeppni vel með því að vinna Búlgaríu 6-0. Nú reyna verulega á liðið í tveimur erfiðum leikjum á móti Noregi og Belgíu," sagði Sigurður og hann biðlað til íslensku þjóðarinnar að fjölmenna á leikinn. „Vonandi fáum við góðan stuðning í þessum leikjum. Þetta eru mjög sterkir andstæðingar. Noregur er ein af fáum þjóðum sem hefur orðið Heimsmeistarar, Evrópumeistarar og Ólympíumeistarar. Þær eru í tíunda sæti á heimslistanum. Við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarin ár og það hafa verið jafnir og skemmtilegir leikir," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Ég held að góður stuðningur hér gæti hjálpað okkur að klára þær. Belgía hefur líka verið að ná góðum úrslitum því þær unnu Rússland á dögunum en Rússland var í síðustu lokakeppni EM. Í maí unnu þær líka Suður-Kóreu sem er fyrir ofan okkur á heimslistanum. Ég á von á tveimur mjög erfiðum leikjum," sagði Sigurður Ragnar en hann vill ekki stilla Noregsleiknum upp sem úrslitaleik. „Þetta er mjög mikilvægur leikur en ég held að við séum í riðli núna sem er mikið jafnari og erfiðari en við höfum áður verið í. Ég vil ekki beint tala um úrslitaleik því þetta er annar leikurinn okkar í mótinu en við þurfum að halda vel á spöðunum. Við stefnum á að vinna riðilinn og þá þurfum við að vinna alla þessa leiki. Ég á ekki von á því að Noregur misstígi sig mikið," sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hélt í dag blaðamannafund þar sem að hann fór yfir leikmannahópinn sem hann valdi fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Það vekur athygli að Edda Garðarsdóttir er ekki í hópnum en hún er með rifinn liðþófa í hné. Hún hefur þegar farið í speglun og verður vonandi búin að ná sér fyrir Október-leikina okkar á móti Norður-Írum og Ungverjum," útskýrði Sigurður Ragnar á fundinum. „Edda hefur verið lykilmaður hjá okkur og kjölfestan á miðjunni. Hún hefur líka tekið föstu leikatriðin okkar og hefur lagt upp mikið af mörkum eftir aukaspyrnur og hornspyrnur. Við þurfum að finna nýja lausn á því en það er enginn ómissandi en það verður örugglega einhver góður miðjumaður við hliðina á Söru," sagði Sigurður Ragnar. „Rakel Hönnudóttir sem hefur verið í okkar hópi líka er meidd. Hún er með beinmar á ökkla. Þetta eru einu forföllin sem eru vegna meiðsla en aðrar eru klárar í slaginn," sagði Sigurður Ragnar. „Það vekur kannski líka athygli að það er nýliði í hópnum þó svo að hún sé ekki beinn nýliði. Laufey Ólafsdóttir hefur spilað 23 landsleiki er að koma inn í landsliðið í fyrsta sinn síðan 2006. Hún hefur verið að spila mjög vel með Val í sumar og ég held að hún eigi fullt erindi í þennan hóp," sagði Sigurður Ragnar en Laufey hefur aldrei spilað fyrir hann áður. „Okkur hefur gengið mjög vel á þessu ári og við spiluðum úrslitaleik á Algarve og unnum þrjár sterkar þjóðir þar. Við byrjuðum þessa undankeppni vel með því að vinna Búlgaríu 6-0. Nú reyna verulega á liðið í tveimur erfiðum leikjum á móti Noregi og Belgíu," sagði Sigurður og hann biðlað til íslensku þjóðarinnar að fjölmenna á leikinn. „Vonandi fáum við góðan stuðning í þessum leikjum. Þetta eru mjög sterkir andstæðingar. Noregur er ein af fáum þjóðum sem hefur orðið Heimsmeistarar, Evrópumeistarar og Ólympíumeistarar. Þær eru í tíunda sæti á heimslistanum. Við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarin ár og það hafa verið jafnir og skemmtilegir leikir," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Ég held að góður stuðningur hér gæti hjálpað okkur að klára þær. Belgía hefur líka verið að ná góðum úrslitum því þær unnu Rússland á dögunum en Rússland var í síðustu lokakeppni EM. Í maí unnu þær líka Suður-Kóreu sem er fyrir ofan okkur á heimslistanum. Ég á von á tveimur mjög erfiðum leikjum," sagði Sigurður Ragnar en hann vill ekki stilla Noregsleiknum upp sem úrslitaleik. „Þetta er mjög mikilvægur leikur en ég held að við séum í riðli núna sem er mikið jafnari og erfiðari en við höfum áður verið í. Ég vil ekki beint tala um úrslitaleik því þetta er annar leikurinn okkar í mótinu en við þurfum að halda vel á spöðunum. Við stefnum á að vinna riðilinn og þá þurfum við að vinna alla þessa leiki. Ég á ekki von á því að Noregur misstígi sig mikið," sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn