Sigurður Ragnar: Það er enginn ómissandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2011 14:45 Edda Garðarsdóttir er meidd og verður ekki með. Mynd/Valli Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hélt í dag blaðamannafund þar sem að hann fór yfir leikmannahópinn sem hann valdi fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Það vekur athygli að Edda Garðarsdóttir er ekki í hópnum en hún er með rifinn liðþófa í hné. Hún hefur þegar farið í speglun og verður vonandi búin að ná sér fyrir Október-leikina okkar á móti Norður-Írum og Ungverjum," útskýrði Sigurður Ragnar á fundinum. „Edda hefur verið lykilmaður hjá okkur og kjölfestan á miðjunni. Hún hefur líka tekið föstu leikatriðin okkar og hefur lagt upp mikið af mörkum eftir aukaspyrnur og hornspyrnur. Við þurfum að finna nýja lausn á því en það er enginn ómissandi en það verður örugglega einhver góður miðjumaður við hliðina á Söru," sagði Sigurður Ragnar. „Rakel Hönnudóttir sem hefur verið í okkar hópi líka er meidd. Hún er með beinmar á ökkla. Þetta eru einu forföllin sem eru vegna meiðsla en aðrar eru klárar í slaginn," sagði Sigurður Ragnar. „Það vekur kannski líka athygli að það er nýliði í hópnum þó svo að hún sé ekki beinn nýliði. Laufey Ólafsdóttir hefur spilað 23 landsleiki er að koma inn í landsliðið í fyrsta sinn síðan 2006. Hún hefur verið að spila mjög vel með Val í sumar og ég held að hún eigi fullt erindi í þennan hóp," sagði Sigurður Ragnar en Laufey hefur aldrei spilað fyrir hann áður. „Okkur hefur gengið mjög vel á þessu ári og við spiluðum úrslitaleik á Algarve og unnum þrjár sterkar þjóðir þar. Við byrjuðum þessa undankeppni vel með því að vinna Búlgaríu 6-0. Nú reyna verulega á liðið í tveimur erfiðum leikjum á móti Noregi og Belgíu," sagði Sigurður og hann biðlað til íslensku þjóðarinnar að fjölmenna á leikinn. „Vonandi fáum við góðan stuðning í þessum leikjum. Þetta eru mjög sterkir andstæðingar. Noregur er ein af fáum þjóðum sem hefur orðið Heimsmeistarar, Evrópumeistarar og Ólympíumeistarar. Þær eru í tíunda sæti á heimslistanum. Við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarin ár og það hafa verið jafnir og skemmtilegir leikir," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Ég held að góður stuðningur hér gæti hjálpað okkur að klára þær. Belgía hefur líka verið að ná góðum úrslitum því þær unnu Rússland á dögunum en Rússland var í síðustu lokakeppni EM. Í maí unnu þær líka Suður-Kóreu sem er fyrir ofan okkur á heimslistanum. Ég á von á tveimur mjög erfiðum leikjum," sagði Sigurður Ragnar en hann vill ekki stilla Noregsleiknum upp sem úrslitaleik. „Þetta er mjög mikilvægur leikur en ég held að við séum í riðli núna sem er mikið jafnari og erfiðari en við höfum áður verið í. Ég vil ekki beint tala um úrslitaleik því þetta er annar leikurinn okkar í mótinu en við þurfum að halda vel á spöðunum. Við stefnum á að vinna riðilinn og þá þurfum við að vinna alla þessa leiki. Ég á ekki von á því að Noregur misstígi sig mikið," sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hélt í dag blaðamannafund þar sem að hann fór yfir leikmannahópinn sem hann valdi fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Það vekur athygli að Edda Garðarsdóttir er ekki í hópnum en hún er með rifinn liðþófa í hné. Hún hefur þegar farið í speglun og verður vonandi búin að ná sér fyrir Október-leikina okkar á móti Norður-Írum og Ungverjum," útskýrði Sigurður Ragnar á fundinum. „Edda hefur verið lykilmaður hjá okkur og kjölfestan á miðjunni. Hún hefur líka tekið föstu leikatriðin okkar og hefur lagt upp mikið af mörkum eftir aukaspyrnur og hornspyrnur. Við þurfum að finna nýja lausn á því en það er enginn ómissandi en það verður örugglega einhver góður miðjumaður við hliðina á Söru," sagði Sigurður Ragnar. „Rakel Hönnudóttir sem hefur verið í okkar hópi líka er meidd. Hún er með beinmar á ökkla. Þetta eru einu forföllin sem eru vegna meiðsla en aðrar eru klárar í slaginn," sagði Sigurður Ragnar. „Það vekur kannski líka athygli að það er nýliði í hópnum þó svo að hún sé ekki beinn nýliði. Laufey Ólafsdóttir hefur spilað 23 landsleiki er að koma inn í landsliðið í fyrsta sinn síðan 2006. Hún hefur verið að spila mjög vel með Val í sumar og ég held að hún eigi fullt erindi í þennan hóp," sagði Sigurður Ragnar en Laufey hefur aldrei spilað fyrir hann áður. „Okkur hefur gengið mjög vel á þessu ári og við spiluðum úrslitaleik á Algarve og unnum þrjár sterkar þjóðir þar. Við byrjuðum þessa undankeppni vel með því að vinna Búlgaríu 6-0. Nú reyna verulega á liðið í tveimur erfiðum leikjum á móti Noregi og Belgíu," sagði Sigurður og hann biðlað til íslensku þjóðarinnar að fjölmenna á leikinn. „Vonandi fáum við góðan stuðning í þessum leikjum. Þetta eru mjög sterkir andstæðingar. Noregur er ein af fáum þjóðum sem hefur orðið Heimsmeistarar, Evrópumeistarar og Ólympíumeistarar. Þær eru í tíunda sæti á heimslistanum. Við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarin ár og það hafa verið jafnir og skemmtilegir leikir," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Ég held að góður stuðningur hér gæti hjálpað okkur að klára þær. Belgía hefur líka verið að ná góðum úrslitum því þær unnu Rússland á dögunum en Rússland var í síðustu lokakeppni EM. Í maí unnu þær líka Suður-Kóreu sem er fyrir ofan okkur á heimslistanum. Ég á von á tveimur mjög erfiðum leikjum," sagði Sigurður Ragnar en hann vill ekki stilla Noregsleiknum upp sem úrslitaleik. „Þetta er mjög mikilvægur leikur en ég held að við séum í riðli núna sem er mikið jafnari og erfiðari en við höfum áður verið í. Ég vil ekki beint tala um úrslitaleik því þetta er annar leikurinn okkar í mótinu en við þurfum að halda vel á spöðunum. Við stefnum á að vinna riðilinn og þá þurfum við að vinna alla þessa leiki. Ég á ekki von á því að Noregur misstígi sig mikið," sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira