Körfubolti

Það tók landsliðið 28 tíma að komast á áfangastað í Kína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson er fyrirliði íslenska landsliðsins.
Hlynur Bæringsson er fyrirliði íslenska landsliðsins. Mynd/KKÍ/Kristinn Geir Pálsson
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er loksins komið til Kína en þegar íslenski hópurinn steig inn um dyrnar á hótelinu í Xuchang City þá voru þeir búnir að vera á ferðlagi í 28 klukkutíma. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Íslenski hópurinn flaug fyrst til Stokkhólms og svo tók við bið áður en flogið var í átta og hálfa klukkustund til Peking. Þaðan var flogið með flugi innanlands og lokum var klukkustundar rútuferð frá flugvelli á hótelið.

Tíu leikmenn eru í íslenska hópnum ásamt þremur þjálfurum, sjúkraþjálfara og tveimur fararstjórum.

Kínverska körfuknattleikssambandið greiðir allan kostnað vegna fararinnar, það er öll flug, ferðalög milli keppnisstaða, gistingu og fæði.

Fyrri leikur liðsins fer fram föstudaginn 9. september í Xuchang City en seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 11. september í Loudi City.

Þetta er í annað sinn á 6 árum sem kínverska körfuknattleikssambandið býður því íslenska til Kína. Kína bar sigur á Íslandi í báðum leikjunum í ágúst 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×