98 sm lax úr Húseyjarkvísl Karl Lúðvíksson skrifar 7. september 2011 15:56 Stórlaxinn úr Húseyjarkvísl í höndum lukkulegs veiðimanns Mynd af www.veidimenn.com Hópur sem lauk veiðum í Húseyjakvísl nýverið gerði ágætis veiði þrátt fyrir lítið vatn í ánni. Meðal aflans var einn 98 sm lax sem er stærsti laxinn úr ánni í sumar. Hópurinn naut leiðsagnar Sævars og Hörðs Hafsteinssona sem þekkja ánna eins og lófan á sér. Það sýnir og sannar í enn eitt skiptið að menn ættu að hafa leiðsögumenn sér til handa þegar á er veidd í fyrsta skipti. Kostnaðurinn við það er lítill í samanburði við veiðileyfi, bensín o.fl. en skilar aftur á móti miklu betri árangri í veiðinni. Húseyjakvísl er vel þekkt sem góð síðsumarsá og einnig sem ein af betri sjóbirtingsveiðiám landsins. Vorveiðin í ánni hefur verið drjúg í sjóbirting og haustið líka. Það er því góður tími framundan í ánni og það má eiga von á að hún bæti slatta við áður en tímabilinu lýkur. Stangveiði Mest lesið Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Sjóstangaveiði sífellt vinsælli Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði
Hópur sem lauk veiðum í Húseyjakvísl nýverið gerði ágætis veiði þrátt fyrir lítið vatn í ánni. Meðal aflans var einn 98 sm lax sem er stærsti laxinn úr ánni í sumar. Hópurinn naut leiðsagnar Sævars og Hörðs Hafsteinssona sem þekkja ánna eins og lófan á sér. Það sýnir og sannar í enn eitt skiptið að menn ættu að hafa leiðsögumenn sér til handa þegar á er veidd í fyrsta skipti. Kostnaðurinn við það er lítill í samanburði við veiðileyfi, bensín o.fl. en skilar aftur á móti miklu betri árangri í veiðinni. Húseyjakvísl er vel þekkt sem góð síðsumarsá og einnig sem ein af betri sjóbirtingsveiðiám landsins. Vorveiðin í ánni hefur verið drjúg í sjóbirting og haustið líka. Það er því góður tími framundan í ánni og það má eiga von á að hún bæti slatta við áður en tímabilinu lýkur.
Stangveiði Mest lesið Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Sjóstangaveiði sífellt vinsælli Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði