Niðursveifla á hlutabréfamörkuðum 5. september 2011 15:17 Evrópski hlutabréfamarkaðurinn féll um nærri fjögur prósent í morgun. Hlutabréfamarkaðir halda áfram á niðurleið frá síðustu viku, um leið og óttinn vegna skuldavanda Spánar og Ítalíu hefur fengið byr undir báða vængi. Evrópski hlutabréfamarkaðurinn féll um nærri fjögur prósent við opnun markaða í morgun. Þýska DAX vísitalan féll um 3.8 prósent við opnun markaða á meðan franska CAC 40 vísitalan féll um 3.7 prósent. FTSE 100 vísitalan féll minnst í samanburðinum eða um 2.3 prósent. Markaðir í Asíu urðu einnig fyrir niðursveiflu en Nikkei vísitalan í Tókýó hafði fallið um 1.9 prósent undir lok markaða og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hafði fallið um 3 prósent. Þessi markaðsniðursveifla hófst síðastliðinn fimmtudag á mörkuðum í New York og er talið að vísbendingar um að farið sé að hægjast á alþjóðlega hagkerfinu sé ástæðan, auk þess sem óttinn við niðurskurð yfirvalda í bæði Evrópu og Bandaríkjunum er farinn að gera vart við sig. Fjárfestar óttast í auknum mæli að lítil bót verði ráðin á skuldavanda Evrópu, ekki síst eftir að flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, tapaði kosningum í sínu heimafylki. Einnig hafa komið upp vandræði í samstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins við grísk stjórnvöld við að taka á skuldavanda gríska ríkisins og ítölskum stjórnvöldum virðist ganga illa að standa við niðurskurð í ríkisfjármálum. Bankahlutabréf hafa tekið hitann og þungann af þessari niðursveiflu. Hlutabréf í konunglega skoska bankanum féllu um 10 prósent, Deutsche Bank um 8.2 prósent og Societe Generale um 8.5 prósent. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir halda áfram á niðurleið frá síðustu viku, um leið og óttinn vegna skuldavanda Spánar og Ítalíu hefur fengið byr undir báða vængi. Evrópski hlutabréfamarkaðurinn féll um nærri fjögur prósent við opnun markaða í morgun. Þýska DAX vísitalan féll um 3.8 prósent við opnun markaða á meðan franska CAC 40 vísitalan féll um 3.7 prósent. FTSE 100 vísitalan féll minnst í samanburðinum eða um 2.3 prósent. Markaðir í Asíu urðu einnig fyrir niðursveiflu en Nikkei vísitalan í Tókýó hafði fallið um 1.9 prósent undir lok markaða og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hafði fallið um 3 prósent. Þessi markaðsniðursveifla hófst síðastliðinn fimmtudag á mörkuðum í New York og er talið að vísbendingar um að farið sé að hægjast á alþjóðlega hagkerfinu sé ástæðan, auk þess sem óttinn við niðurskurð yfirvalda í bæði Evrópu og Bandaríkjunum er farinn að gera vart við sig. Fjárfestar óttast í auknum mæli að lítil bót verði ráðin á skuldavanda Evrópu, ekki síst eftir að flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, tapaði kosningum í sínu heimafylki. Einnig hafa komið upp vandræði í samstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins við grísk stjórnvöld við að taka á skuldavanda gríska ríkisins og ítölskum stjórnvöldum virðist ganga illa að standa við niðurskurð í ríkisfjármálum. Bankahlutabréf hafa tekið hitann og þungann af þessari niðursveiflu. Hlutabréf í konunglega skoska bankanum féllu um 10 prósent, Deutsche Bank um 8.2 prósent og Societe Generale um 8.5 prósent.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent