Ólafur Jóhannesson: Íslendingur á að þjálfa íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2011 14:45 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, vill gera sem fæstar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Kýpur á morgun en hann ræddi í dag við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2. Ísland mætir Kýpur á morgun í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2012 sem er einnig síðasti leikurinn sem Ólafur stýrir á Laugardalsvellinum þar sem að hann hættir með landsliðið eftir þessa undankeppni. „Við skulum vona það að ég nái sigri í síðasta heimaleiknum en við munum gera allt sem við getum til þess að vinna leikinn, það er ljóst," sagði Ólafur. Ólafur varð að gera breytingu á hópnum því markvörðurinn Stefán Logi Magnússon og Rúrik Gíslason eru báðir í banni í leiknum á morgun. En mun Hannes Þór Halldórsson, byrja í markinu? „Ég kallaði Harald inn í hópinn og er með tvo fína markmenn. Ég tel meiri líkur á því að Hannes byrji í markinu," sagði Ólafur. Hann hefur einnig kallað á Björn Bergmann Sigurðarson sem kemur inn fyrir Veigar Pál Gunnarsson en hann var settur út úr hópnum. „Ég gef ekki gert það upp við mig hvort Björn Bergmann fái að byrja en við misstum tvo sóknarsinnaða menn út úr hópnum í þeim Rúrik og Veigari. Því fannst mér upplagt að ná í Björn Bergmann. Við ætluðum að velja hann í upphafi en eins og ég hef oft sagt þá vil ég ekki taka 21 árs stráka inn ef ég veit ekki hvað ég ætla að gera við þá. Núna vildi ég hafa hann af því að við misstum tvo menn," sagði Ólafur en hvað gerðist með Veigar Pál. „Það var ágreiningur á milli mín og Veigars og hann yfirgaf hópinn í kjölfarið," sagði Ólafur um ástæður þess að Veigar Páll Gunnarsson verður ekki með liðinu á móti Kýpur. Ólafur segir að það séu leikmenn í hópnum tæpir fyrir leikinn á morgun. „Við erum í smá veseni. Indriði er veikur og það er óvissa með hann og Sölvi er í veseni vegna meiðsla og það er líka óvissa með hann," segir Ólafur en hann fær nú Kristján Örn Sigurðsson aftur inn eftir að hafa verið í leikbanni á móti Noregi. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það hvort Kristján Örn komi inn í liðið. Hafsentarnir spiluðu feiknavel út í Noregi og ég verð að sjá hvernig ástandið á þeim verður," sagði Ólafur. En er hann búinn að ákveða einhverjar breytingar á byrjunarliðinu? „Auðvitað dettur Stefán Logi út þar sem að hann er í leikbanni. Rúrik er farinn líka þannig að það kemur nýr vængmaður. Ég vil rótera sem minnst með liðið því liðið spilaði feiknavel út í Noregi og var í góðum gír þar. Ég vil reyna að halda sem flestum okkar mönnum," sagði Ólafur en hann segir umræðu um næsta landsliðsþjálfara ekki trufla sig. „Þessi umræða truflar mig ekki. Ég er búinn að vera það lengi í þjálfun að ég veit að við missum starfið og samningar eru ekki endurnýjaðir. Þetta truflar mig ekki," sagði Ólafur en vill hann fá erlendan eða íslenskan landsliðsþjálfara. „Það er ekki neinn vafi í mínum huga að Íslendingur á að þjálfa þetta landslið, við höfum ekkert með það að gera að leita út fyrir landssteinana því við eigum nóg af góðum mönnum hér á Íslandi," sagði Ólafur en hver á þá að taka við liðinu. „Ég myndi helst vilja hafa sjálfan mig" sagði Ólafur að lokum í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, vill gera sem fæstar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Kýpur á morgun en hann ræddi í dag við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2. Ísland mætir Kýpur á morgun í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2012 sem er einnig síðasti leikurinn sem Ólafur stýrir á Laugardalsvellinum þar sem að hann hættir með landsliðið eftir þessa undankeppni. „Við skulum vona það að ég nái sigri í síðasta heimaleiknum en við munum gera allt sem við getum til þess að vinna leikinn, það er ljóst," sagði Ólafur. Ólafur varð að gera breytingu á hópnum því markvörðurinn Stefán Logi Magnússon og Rúrik Gíslason eru báðir í banni í leiknum á morgun. En mun Hannes Þór Halldórsson, byrja í markinu? „Ég kallaði Harald inn í hópinn og er með tvo fína markmenn. Ég tel meiri líkur á því að Hannes byrji í markinu," sagði Ólafur. Hann hefur einnig kallað á Björn Bergmann Sigurðarson sem kemur inn fyrir Veigar Pál Gunnarsson en hann var settur út úr hópnum. „Ég gef ekki gert það upp við mig hvort Björn Bergmann fái að byrja en við misstum tvo sóknarsinnaða menn út úr hópnum í þeim Rúrik og Veigari. Því fannst mér upplagt að ná í Björn Bergmann. Við ætluðum að velja hann í upphafi en eins og ég hef oft sagt þá vil ég ekki taka 21 árs stráka inn ef ég veit ekki hvað ég ætla að gera við þá. Núna vildi ég hafa hann af því að við misstum tvo menn," sagði Ólafur en hvað gerðist með Veigar Pál. „Það var ágreiningur á milli mín og Veigars og hann yfirgaf hópinn í kjölfarið," sagði Ólafur um ástæður þess að Veigar Páll Gunnarsson verður ekki með liðinu á móti Kýpur. Ólafur segir að það séu leikmenn í hópnum tæpir fyrir leikinn á morgun. „Við erum í smá veseni. Indriði er veikur og það er óvissa með hann og Sölvi er í veseni vegna meiðsla og það er líka óvissa með hann," segir Ólafur en hann fær nú Kristján Örn Sigurðsson aftur inn eftir að hafa verið í leikbanni á móti Noregi. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það hvort Kristján Örn komi inn í liðið. Hafsentarnir spiluðu feiknavel út í Noregi og ég verð að sjá hvernig ástandið á þeim verður," sagði Ólafur. En er hann búinn að ákveða einhverjar breytingar á byrjunarliðinu? „Auðvitað dettur Stefán Logi út þar sem að hann er í leikbanni. Rúrik er farinn líka þannig að það kemur nýr vængmaður. Ég vil rótera sem minnst með liðið því liðið spilaði feiknavel út í Noregi og var í góðum gír þar. Ég vil reyna að halda sem flestum okkar mönnum," sagði Ólafur en hann segir umræðu um næsta landsliðsþjálfara ekki trufla sig. „Þessi umræða truflar mig ekki. Ég er búinn að vera það lengi í þjálfun að ég veit að við missum starfið og samningar eru ekki endurnýjaðir. Þetta truflar mig ekki," sagði Ólafur en vill hann fá erlendan eða íslenskan landsliðsþjálfara. „Það er ekki neinn vafi í mínum huga að Íslendingur á að þjálfa þetta landslið, við höfum ekkert með það að gera að leita út fyrir landssteinana því við eigum nóg af góðum mönnum hér á Íslandi," sagði Ólafur en hver á þá að taka við liðinu. „Ég myndi helst vilja hafa sjálfan mig" sagði Ólafur að lokum í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira