Vettel gleymdir aldrei fyrsta sigrinum 5. september 2011 13:26 Sebastian Vettel vann síðustu keppni sem var í Belgíu. AP mynd. Frank Augstein Heimsmeistarinn Sebastian Vettel keppir á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi í þrettándu umferð meistaramótsins í Formúlu 1. Vettel vann sinn fyrsta sigur á brautinni árið 2008 með Torro Rosso, en hann ekur núna með meistaraliði Red Bull og er með gott forskot í stigamóti ökumanna í ár. Vettel er með 259 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber liðsfélagi hans 167, Fernando Alonso hjá Ferrari 157 og McLaren ökumennirnir eru í fjórða og fimmta sæti. Jenson Button er með 149 og Lewis Hamilton 146. „Ég á sérstakar minningar frá Monza. Ég vann minn fyrsta sigur á brautinni árið 2008. Það er nokkur sem ég mun aldrei gleyma. Ég var með gæsahúð á verðlaunapallinum", sagði Vettel. „Brautin er ein sú vandasamasta á keppnistímabilinu. Það eru hraðir kaflar þar sem við náum meira en 320 km hraða, sem þýðir að brautin er sú hraðasta á árinu. Hún reynir ekki mikið á líkamlega séð, en þrátt fyrir fyrir það er hún ekki auðveld", sagði Vettel. „Vegna þess hve langir beinu kaflarnir eru, þá er afturvængurinn einfaldari en á öðrum brautum. Bíllinn er því óstöðugri og það að gefa í eftir Parabolica beygjuna er jafnvægistlist og minnstu mistök geta þýtt að maður endar í malargryfju", sagði Vettel. Vettek vann síðustu keppni, sem var í Belgíu og hefur unnið sjö mót á árinu, en samtals hafa fjórir ökumenn unnið einstök mót á árinu. Hamilton og Button hafa unnið tvö mót hvor og Alonso eitt. Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel keppir á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi í þrettándu umferð meistaramótsins í Formúlu 1. Vettel vann sinn fyrsta sigur á brautinni árið 2008 með Torro Rosso, en hann ekur núna með meistaraliði Red Bull og er með gott forskot í stigamóti ökumanna í ár. Vettel er með 259 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber liðsfélagi hans 167, Fernando Alonso hjá Ferrari 157 og McLaren ökumennirnir eru í fjórða og fimmta sæti. Jenson Button er með 149 og Lewis Hamilton 146. „Ég á sérstakar minningar frá Monza. Ég vann minn fyrsta sigur á brautinni árið 2008. Það er nokkur sem ég mun aldrei gleyma. Ég var með gæsahúð á verðlaunapallinum", sagði Vettel. „Brautin er ein sú vandasamasta á keppnistímabilinu. Það eru hraðir kaflar þar sem við náum meira en 320 km hraða, sem þýðir að brautin er sú hraðasta á árinu. Hún reynir ekki mikið á líkamlega séð, en þrátt fyrir fyrir það er hún ekki auðveld", sagði Vettel. „Vegna þess hve langir beinu kaflarnir eru, þá er afturvængurinn einfaldari en á öðrum brautum. Bíllinn er því óstöðugri og það að gefa í eftir Parabolica beygjuna er jafnvægistlist og minnstu mistök geta þýtt að maður endar í malargryfju", sagði Vettel. Vettek vann síðustu keppni, sem var í Belgíu og hefur unnið sjö mót á árinu, en samtals hafa fjórir ökumenn unnið einstök mót á árinu. Hamilton og Button hafa unnið tvö mót hvor og Alonso eitt.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira