Tennisstjarnan Rafael Nadal er á fullri ferð í titilvörn sinni á bandaríska meistaramótinu og vann síðast Argentínumanninn örugglega í þriðju umferð. Atvik á blaðamannafundinum eftir leikinn vakti þó nokkurn óhug meðal fjölmiðlafólksins á staðnum.
Rafael Nadal hrundi nefnilega í gólfið á blaðamannafundinum þegar hann sat fyrir spurningum blaðamanna. Það var þó ekki vegna ágengra spurninga heldur vegna krampa-verkja.
Allir blaðamennirnir þurftu að yfirgefa herbergið á meðan það var hugað að Nadal en tíu mínutum síðar birtist Spánverjinn aftur og kláraði fundinn í góðum gír og með bros á vör.
Rafael Nadal mætir næst Gilles Muller frá Lúxemborg í fjórðu umferðinni en Nadal er sigurstranglegastur á mótinu ásamt þeim Roger Federer og Novak Djokovic.
Það má upptöku af atvikinu með því að smella hér fyrir ofan.
Nadal hrundi í gólfið á blaðamannafundi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið



„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn





Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR
Íslenski boltinn

