Vettel vonast eftir sigri í Singapúr 19. september 2011 14:15 Sebastian Vettel vann mótið á Monza á dögunum og er með 112 stiga forskot á Fernando Alonso í stigamóti ökumanna. AP MYND: Antonio Calanni Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu, forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 stefnir á sigur í næsta móti sem verður í Singapúr um næstu helgi. Vettel hefur unnið tvö síðustu mót á þessu keppnistímabili og er með 112 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna. Alonso vann mótið í Síngapúr í fyrra. „Við höfum átt góð mót í Singapúr, sérstaklega í fyrra. Þá urðum við í öðru sæti, rétt á eftir Fernando. Ég elska brautina (í Singapúr), hún reynir á og það eru margar beygjur. Mótið er langt, það er heitt og þetta er næturkeppni, þannig að það er margt sem gerir mótið sérstakt", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull liðinu. Keppnin er á flóðlýstri braut og er áætluð ræsing mótsins klukkan átta að kvöldi að staðartíma, en í hádeginu að íslenskum tíma. „Bíllinn virðist mjög samkeppnisfær þarna, þannig að ég vona að við getum farið þangað og sigrað þetta árið. Það yrði sérstakt. Ef við skoðum meistaramótið, þá er nokkuð eftir af því og við erum í sterkri stöðu. Við eigum það skilið, af því við höfum unnið af kappi og gert fá mistök. Ef við ljúkum næstu keppni með meira forskot, en fyrir keppnina, þá höfum við staðið okkur vel. Við sjáum til", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu, forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 stefnir á sigur í næsta móti sem verður í Singapúr um næstu helgi. Vettel hefur unnið tvö síðustu mót á þessu keppnistímabili og er með 112 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna. Alonso vann mótið í Síngapúr í fyrra. „Við höfum átt góð mót í Singapúr, sérstaklega í fyrra. Þá urðum við í öðru sæti, rétt á eftir Fernando. Ég elska brautina (í Singapúr), hún reynir á og það eru margar beygjur. Mótið er langt, það er heitt og þetta er næturkeppni, þannig að það er margt sem gerir mótið sérstakt", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull liðinu. Keppnin er á flóðlýstri braut og er áætluð ræsing mótsins klukkan átta að kvöldi að staðartíma, en í hádeginu að íslenskum tíma. „Bíllinn virðist mjög samkeppnisfær þarna, þannig að ég vona að við getum farið þangað og sigrað þetta árið. Það yrði sérstakt. Ef við skoðum meistaramótið, þá er nokkuð eftir af því og við erum í sterkri stöðu. Við eigum það skilið, af því við höfum unnið af kappi og gert fá mistök. Ef við ljúkum næstu keppni með meira forskot, en fyrir keppnina, þá höfum við staðið okkur vel. Við sjáum til", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira