Sjö leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í dag og var nóg um mörk á Ítalíu í dag.
Juventus vann fínan sigur á Siena 0-1 á útivelli en Alessandro Matri gerði eina mark leiksins.
Udinese vann frábæran sigur á Fiorentina 2-0, en mörk heimamanna gerðu Antonio Di Natale og Mauricio Isla.
Parma vann Chievo 2-1 á heimavelli, en Sebastian Giovinco gerði bæði mörk Parma í leiknum.
Napoli tekur á móti AC Milan í stórleik helgarinnar í kvöld en liðin eiga líklega eftir að vera í toppbaráttunni í ítölsku deildinni í vetur.
Úrslit dagsins:
Atalanta 1 - 0 Palermo
Bologna 0 - 2 Lecce
Catania 1 - 0 Cesena
Lazio 1 - 2 Genoa
Parma 2 - 1 Chievo
Siena 0 - 1 Juventus
Udinese 2 - 0 Fiorentina

