Flugfreyjur samþykktu verkfallsboðun í dag samkvæmt fréttastofu RÚV. Þar kemur fram að 227 sögðu já en nei sögðu fimmtán.
Sáttafundur í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair stendur enn yfir hjá Ríkissáttasemjara en hann hófst í morgun.
Eftir kosninguna í dag er ljóst að náist ekki að semja næstu daga brestur á tveggja daga verkfall 26. og 27. september og svo aftur þriðja og fjórða október.
Allsherjarverkfall er boðað 10. október.
Flugfreyjur samþykktu verkfall
