Enski boltinn

Lampard: Ég elska að spila fyrir Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frank Lampard í leiknum í kvöld.
Frank Lampard í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Frank Lampard gat leyft sér að brosa eftir leik Chelsea og Valencia í kvöld en hann skoraði mark sinna manna í 1-1 jafntefli á Spáni.

Mikið hefur verið fjallað um Lampard í enskum fjölmiðlum síðustu vikurnar eftir að hann var settur á bekkinn bæði hjá Chelsea og enska landsliðinu í mörgum leikjum í haust.

En hann var í byrjunarliðinu í kvöld og þakkaði Andre Villas-Boas traustið með því að koma Chelsea yfir í leiknum með marki á 56. mínútu. Hann var svo tekinn af velli þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka en stuttu síðar skoruðu heimamenn jöfnunarmark sitt í leiknum.

„Ég vil alltaf spila, það er sjálfgefið. Þannig hef ég verið allan minn feril. Ég elska að spila fyrir þetta félag en þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég lendi í mótlæti á mínum ferli. Ég verð þá þeim mun ákveðnari í að koma enn sterkari til baka,“ sagði hann eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×