Golf

Fín byrjun hjá Birgi í Austurríki á fyrsta keppnisdegi

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið leik á fyrsta keppnisdegi á opna austurríska meistaramótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir lék á 69 höggum eða 3 höggum undir pari og er hann á meðal efstu manna þessa stundina en fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag.

Staðan á mótinu:

Birgir hóf leik á 10. braut í morgun og fékk hann einn skolla (+1) og tvo fugla (-1) á fyrstu 9 holunum sem hann lék á 35 höggum eða einu höggi undir pari. Hann fékk þrjá fugla (-1) á síðari 9 holunum og einn skolla (+1).

Nokkrir mjög þekktir kylfingar eru á meðal keppenda og má þar nefna John Daly frá Bandaríkjunum. Daly byrjaði með þvílíkum látum á fyrri 9 holunum þar sem hann fékk fjóra fugla og lék hann á 32 höggum. Hann lék síðari 9 holurnar á 42 höggum og er hann samtals á 74 höggum eða +2.

Spánverjinn Miquel Angel Jimenez, sem var í Ryderliði Evrópu í Wales, lék á 73 höggum í dag eða einu höggi yfir pari.

Írinn Padraig Harrington á eftir að hefja leik í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×