Button stefnir á sigur í Singapúr 20. september 2011 16:56 Jenson Button telur að McLaren hafi haft burði í að vinna tvö síðustu mót og hann stefnir á sigur í SIngapúr um næstu helgi. AP MYND: Antonio Calanni Jenson Button hjá McLaren varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu Ítalíu á dögunum og keppir í Singapúr um næstu helgi, þar sem hann stefnir á sigur. Button er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna, sem hafa barist á toppnum síðustu mánuði. Sebastian Vettel er eins og staðan er núna með það mikið forskot í stigamótinu að hann á möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn í Singapúr. „Þetta er eitt af þeim mótum sem ég myndi elska hvað mest að sigra. Ég er vongóður um að við getum sýnt sama hraða og í Mónakó og Ungverjalandi. Í þessum mótum náði ég að aka hvað best á árinu", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. Brautin í Singapúr er götubraut, eins og brautin í Mónakó, sem Button minntist á og verður hún flóðlýst þegar kappaksturinn fer fram að kvöldi til, þar í landi. „Það er sérkennilegt að mótum í Evrópu er lokið, en við eigum samt eftir sex mót. Persónulega hef ég yndi af mótum á fjarlægum slóðum á lokasprettinum. Brautirnar sem komum til með að heimsækja eru ólíkar og meðal þeirra bestu á tímabilinu, séð frá sjónarmiði ökumanns", sagði Button. „Ég flaug til Singapúr með viðkomu í Japan og hef haft nokkra daga til að undirbúa mig", sagði Button og gat þess að keppendur þyrftu að aðlagast því að kappaksturinn fer fram að kvöldlagi, líkamlega séð og að menn verði að halda vöku sinni og einbeitingu eins og í öðrum mótum. „Miðað við núverandi stöðu okkar, þá er ég bjartsýnn á að mótið í Singapúr mun ganga að vel. Ég hef verið mjög ánægður með hraða bílsins og framlag liðsins. Samt sem áður, þetta snýst um að sigra hjá okkur og það er það sem ég stefni á að gera um helgina", sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu Ítalíu á dögunum og keppir í Singapúr um næstu helgi, þar sem hann stefnir á sigur. Button er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna, sem hafa barist á toppnum síðustu mánuði. Sebastian Vettel er eins og staðan er núna með það mikið forskot í stigamótinu að hann á möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn í Singapúr. „Þetta er eitt af þeim mótum sem ég myndi elska hvað mest að sigra. Ég er vongóður um að við getum sýnt sama hraða og í Mónakó og Ungverjalandi. Í þessum mótum náði ég að aka hvað best á árinu", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. Brautin í Singapúr er götubraut, eins og brautin í Mónakó, sem Button minntist á og verður hún flóðlýst þegar kappaksturinn fer fram að kvöldi til, þar í landi. „Það er sérkennilegt að mótum í Evrópu er lokið, en við eigum samt eftir sex mót. Persónulega hef ég yndi af mótum á fjarlægum slóðum á lokasprettinum. Brautirnar sem komum til með að heimsækja eru ólíkar og meðal þeirra bestu á tímabilinu, séð frá sjónarmiði ökumanns", sagði Button. „Ég flaug til Singapúr með viðkomu í Japan og hef haft nokkra daga til að undirbúa mig", sagði Button og gat þess að keppendur þyrftu að aðlagast því að kappaksturinn fer fram að kvöldlagi, líkamlega séð og að menn verði að halda vöku sinni og einbeitingu eins og í öðrum mótum. „Miðað við núverandi stöðu okkar, þá er ég bjartsýnn á að mótið í Singapúr mun ganga að vel. Ég hef verið mjög ánægður með hraða bílsins og framlag liðsins. Samt sem áður, þetta snýst um að sigra hjá okkur og það er það sem ég stefni á að gera um helgina", sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira