Button stefnir á sigur í Singapúr 20. september 2011 16:56 Jenson Button telur að McLaren hafi haft burði í að vinna tvö síðustu mót og hann stefnir á sigur í SIngapúr um næstu helgi. AP MYND: Antonio Calanni Jenson Button hjá McLaren varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu Ítalíu á dögunum og keppir í Singapúr um næstu helgi, þar sem hann stefnir á sigur. Button er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna, sem hafa barist á toppnum síðustu mánuði. Sebastian Vettel er eins og staðan er núna með það mikið forskot í stigamótinu að hann á möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn í Singapúr. „Þetta er eitt af þeim mótum sem ég myndi elska hvað mest að sigra. Ég er vongóður um að við getum sýnt sama hraða og í Mónakó og Ungverjalandi. Í þessum mótum náði ég að aka hvað best á árinu", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. Brautin í Singapúr er götubraut, eins og brautin í Mónakó, sem Button minntist á og verður hún flóðlýst þegar kappaksturinn fer fram að kvöldi til, þar í landi. „Það er sérkennilegt að mótum í Evrópu er lokið, en við eigum samt eftir sex mót. Persónulega hef ég yndi af mótum á fjarlægum slóðum á lokasprettinum. Brautirnar sem komum til með að heimsækja eru ólíkar og meðal þeirra bestu á tímabilinu, séð frá sjónarmiði ökumanns", sagði Button. „Ég flaug til Singapúr með viðkomu í Japan og hef haft nokkra daga til að undirbúa mig", sagði Button og gat þess að keppendur þyrftu að aðlagast því að kappaksturinn fer fram að kvöldlagi, líkamlega séð og að menn verði að halda vöku sinni og einbeitingu eins og í öðrum mótum. „Miðað við núverandi stöðu okkar, þá er ég bjartsýnn á að mótið í Singapúr mun ganga að vel. Ég hef verið mjög ánægður með hraða bílsins og framlag liðsins. Samt sem áður, þetta snýst um að sigra hjá okkur og það er það sem ég stefni á að gera um helgina", sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu Ítalíu á dögunum og keppir í Singapúr um næstu helgi, þar sem hann stefnir á sigur. Button er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna, sem hafa barist á toppnum síðustu mánuði. Sebastian Vettel er eins og staðan er núna með það mikið forskot í stigamótinu að hann á möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn í Singapúr. „Þetta er eitt af þeim mótum sem ég myndi elska hvað mest að sigra. Ég er vongóður um að við getum sýnt sama hraða og í Mónakó og Ungverjalandi. Í þessum mótum náði ég að aka hvað best á árinu", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. Brautin í Singapúr er götubraut, eins og brautin í Mónakó, sem Button minntist á og verður hún flóðlýst þegar kappaksturinn fer fram að kvöldi til, þar í landi. „Það er sérkennilegt að mótum í Evrópu er lokið, en við eigum samt eftir sex mót. Persónulega hef ég yndi af mótum á fjarlægum slóðum á lokasprettinum. Brautirnar sem komum til með að heimsækja eru ólíkar og meðal þeirra bestu á tímabilinu, séð frá sjónarmiði ökumanns", sagði Button. „Ég flaug til Singapúr með viðkomu í Japan og hef haft nokkra daga til að undirbúa mig", sagði Button og gat þess að keppendur þyrftu að aðlagast því að kappaksturinn fer fram að kvöldlagi, líkamlega séð og að menn verði að halda vöku sinni og einbeitingu eins og í öðrum mótum. „Miðað við núverandi stöðu okkar, þá er ég bjartsýnn á að mótið í Singapúr mun ganga að vel. Ég hef verið mjög ánægður með hraða bílsins og framlag liðsins. Samt sem áður, þetta snýst um að sigra hjá okkur og það er það sem ég stefni á að gera um helgina", sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn