Danska tennisdrottning Caroline Wozniacki er ekki að gera alltof góða hluti þessa dagana en hún datt út úr átta manna úrslitunum á opna kínverska mótinu í nótt. Wozniacki tapaði fyrir ítalskri stelpu þrátt fyrir að vinna fyrstu hrinuna og vera 23 sætum ofar á heimslistanum.
Wozniacki vann opna kínverska mótið í fyrra en líkt og á opna japanska mótinu á dögunum þá tókst henni ekki að verja titilinn sinn. Það lítur því allt út fyrir að Wozniacki missi fljótlega efsta sætið á heimslistanum þar sem hún hefur verið í að vera 52 vikur.
Wozniacki vann fyrstu hrinuna 6-3 á móti Flavia Pennetta en Wozniacki tapaði síðan næstu tveimur 0-6 og 6-7. Pennetta er 29 ára gömul og var í 23. sætinu á heimslistanum fyrir þetta mót.
Caroline Wozniacki hefur unnið sex mót á þessu ári en síðasti sigur hennar á mótaröðinni kom á New Haven mótinu í lok ágúst. Wozniacki hefur hinsvegar aldrei tekist að vinna risamót á ferlinum og það breyttist ekki í ár en komst næst því með að fara í undanúrslit á bæði opna ástralska og opna bandaríska.
