Umfjöllun: Oxlade-Chamberlain afgreiddi íslenska EM-drauminn útaf borðinu Óskar Ófeigur Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 6. október 2011 10:43 Jóhann Laxdal í leik með U-21 liði Íslands í síðasta mánuði. Íslenska 21 árs landsliðið er í allt annað en góðri stöðu í undankeppni EM 2013 eftir að það tapaði sínum öðrum heimaleik í röð í Laugardalnum í kvöld. Englendingar unnu þá auðveldan 3-0 sigur og strákarnir hans Stuart Pearce eru líklegir til afreka í keppninni á meðan íslenska liðið gerir líklega ekki mikið í þessari undankeppni. Arsenal-maðurinn Alex Oxlade-Chamberlain fór á kostum í Laugardalnum í kvöld og skoraði þrennu en hvað eftir annað fór hann illa með íslensku varnarmennina í kuldanum í kvöld. Íslenska liðið er ekki líklegt til að komast aftur í úrslitakeppni EM eftir að hafa náð aðeins í þrjú stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum í undankeppninni. Íslenska liðið hefur vissulega ekki sömu hæfileikamenn og síðast en það vantaði ekki bara getuna í íslenska liðið því það vantaði líka baráttuna og grimmdina sem er aldrei líklegt til árangurs á móti svona sterku liði. Ensku landsliðsmennirnir gátu leyft sér að haga sér eins og um létta æfingu væri að ræða. Eftir tvö mörk í upphafi leiks virtist vera sem að enska liðið skipti í hlutlausan gír og kláraði leikinn nokkuð áhyggjulaust. Íslenska liðið var nokkuð breytt frá því í leikjunum á móti Belgíu og Noregi og mátti alls ekki við því að byrja illa í þessum leik. Það var þó raunin því eftir nokkrar lofandi sóknir í upphafi leiksins reið áfallið yfir eftir aðeins rúmar tíu mínútur. Alex Oxlade-Chamberlain skoraði þá tvö mörk með stuttu millibili en rétt áður hafði hann einnig verið nálægt að sleppa í færi. Arsenal-maðurinn var því fljótur að koma auga á veiklega íslensku varnarinnar. Fyrsta markið hans Oxlade-Chamberlain kom eftir mikinn sprett í gegnum galopna vörn íslenska liðsins og það annað kom eftir að Arnar Darri Pétursson missti klaufalega frá sér fyrirgjöf Nathan Delfouneso frá vinstri. Alex Oxlade-Chamberlain fór hvað eftir annað illa með vinstri bakvörðinn Kristinn Jónsson og gladdi eflaust íslenska Arsenal-áhugamenn í stúkunni. Aron Jóhannsson var frískur í framlínunni frá fyrstu mínútu en vantaði tilfinnanlega að klára lofandi stöður upp við vítateig enska liðsins. Bitið var því ekki mikið í sóknarleik íslenska liðsins þrátt fyrir fína spretti Arons. Englendingar slökuðu á eftir mörkin sín en íslenska liðið náði aðeins að vinna sig inn í leikinn fram að hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain var fljótur að minna á sig í upphafi seinni hálfleiks þegar hann fór illa með íslensku vörnina og skoraði síðan með skoti á nærstöngina úr þröngu færi. Vel gert hjá Oxlade-Chamberlain en þetta var samt annað markið sem hann fékk afar ódýrt hjá Arnar Darra Péturssyni sem var afar illa staðsettur í íslenska markinu. Það gerðist annars ekki mikið í seinni hálfleiknum og hvorugt liðið var að skapa sér hættuleg færi. Enska liðið landaði sigrinum áhyggjulaust og það bíður íslenska liðsins annars erfiður leikur þegar liðin mætast í Englandi í næsta mánuði. Hér fyrir neðan má sjá Boltavakt leiksins. Íslenski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið er í allt annað en góðri stöðu í undankeppni EM 2013 eftir að það tapaði sínum öðrum heimaleik í röð í Laugardalnum í kvöld. Englendingar unnu þá auðveldan 3-0 sigur og strákarnir hans Stuart Pearce eru líklegir til afreka í keppninni á meðan íslenska liðið gerir líklega ekki mikið í þessari undankeppni. Arsenal-maðurinn Alex Oxlade-Chamberlain fór á kostum í Laugardalnum í kvöld og skoraði þrennu en hvað eftir annað fór hann illa með íslensku varnarmennina í kuldanum í kvöld. Íslenska liðið er ekki líklegt til að komast aftur í úrslitakeppni EM eftir að hafa náð aðeins í þrjú stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum í undankeppninni. Íslenska liðið hefur vissulega ekki sömu hæfileikamenn og síðast en það vantaði ekki bara getuna í íslenska liðið því það vantaði líka baráttuna og grimmdina sem er aldrei líklegt til árangurs á móti svona sterku liði. Ensku landsliðsmennirnir gátu leyft sér að haga sér eins og um létta æfingu væri að ræða. Eftir tvö mörk í upphafi leiks virtist vera sem að enska liðið skipti í hlutlausan gír og kláraði leikinn nokkuð áhyggjulaust. Íslenska liðið var nokkuð breytt frá því í leikjunum á móti Belgíu og Noregi og mátti alls ekki við því að byrja illa í þessum leik. Það var þó raunin því eftir nokkrar lofandi sóknir í upphafi leiksins reið áfallið yfir eftir aðeins rúmar tíu mínútur. Alex Oxlade-Chamberlain skoraði þá tvö mörk með stuttu millibili en rétt áður hafði hann einnig verið nálægt að sleppa í færi. Arsenal-maðurinn var því fljótur að koma auga á veiklega íslensku varnarinnar. Fyrsta markið hans Oxlade-Chamberlain kom eftir mikinn sprett í gegnum galopna vörn íslenska liðsins og það annað kom eftir að Arnar Darri Pétursson missti klaufalega frá sér fyrirgjöf Nathan Delfouneso frá vinstri. Alex Oxlade-Chamberlain fór hvað eftir annað illa með vinstri bakvörðinn Kristinn Jónsson og gladdi eflaust íslenska Arsenal-áhugamenn í stúkunni. Aron Jóhannsson var frískur í framlínunni frá fyrstu mínútu en vantaði tilfinnanlega að klára lofandi stöður upp við vítateig enska liðsins. Bitið var því ekki mikið í sóknarleik íslenska liðsins þrátt fyrir fína spretti Arons. Englendingar slökuðu á eftir mörkin sín en íslenska liðið náði aðeins að vinna sig inn í leikinn fram að hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain var fljótur að minna á sig í upphafi seinni hálfleiks þegar hann fór illa með íslensku vörnina og skoraði síðan með skoti á nærstöngina úr þröngu færi. Vel gert hjá Oxlade-Chamberlain en þetta var samt annað markið sem hann fékk afar ódýrt hjá Arnar Darra Péturssyni sem var afar illa staðsettur í íslenska markinu. Það gerðist annars ekki mikið í seinni hálfleiknum og hvorugt liðið var að skapa sér hættuleg færi. Enska liðið landaði sigrinum áhyggjulaust og það bíður íslenska liðsins annars erfiður leikur þegar liðin mætast í Englandi í næsta mánuði. Hér fyrir neðan má sjá Boltavakt leiksins.
Íslenski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann