Merritt keppir á ÓL í London þrátt fyrir skrautlegt lyfjamál Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. október 2011 12:15 Bandaríski hlauparinn LaShawn Merrittm hér fyrir miðju, féll á lyfjaprófi vegna notkunar á lyfi sem átti að stækka getnaðarlim hans. AP Bandaríski hlauparinn LaShawn Merritt getur mætt í titilvörnina í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í London á næsta ári þrátt fyrir að hann hafi fallið á lyfjaprófi í apríl 2010. Í kjölfarið fékk hann tveggja ára keppnisbann og átti þar með einnig að fá sjálfkrafa keppnisbann á næstu ólympíuleikum. Meritt og bandaríska ólympíunefndin áfrýjuðu þeirri reglu til gerðardóms sem úrskurðaði Meritt í hag. Samkvæmt reglum sem tóku gildi árið 2008 geta íþróttamenn sem fá 6 mánaða keppnisbann eða lengra ekki tekið þátt á Ólympíuleikum. Með þessari reglu átti að senda skýr skilaboð til þeirra sem ætluðu sér að hafa rangt við með notkun á ólöglegum lyfjum. Lyfjamál Merritt er allt hið vandræðalegasta. Hann reyndist hafa tekið inn lyfið ExtenZe sem hann notaði í góðri trú að það myndi stækka getnarlim hans. Engum sögum fer af áhrifum lyfsins. Það inniheldur steralyfið dehydroepiandrosterone sem er á bannlista Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, og Meritt féll á lyfjaprófi í kjölfarið. Gerðardómur komst að þeirri niðurstöðu að hin umdeilda regla nr. 45 sem IOC setti árið 2008 standist ekki lög. Keppnisbann Merritt var stytt í 21 mánuð og lauk hann „afplánun“ fyrr á þessu ári. Helstu rök bandarísku ólympíunefndarinnar í málinu voru þau að Merritt hefði tekið út sína refsingu með tæplega tveggja ára keppnisbanni og að IOC væri að refsa honum á ný með því að banna honum að taka þátt á ÓL í London á næsta ári. Dómurinn mun eflaust hafa þau áhrif að fleiri íþróttamenn sem draga á eftir sér miður skemmtilega „lyfjasögu“ fái þrátt fyrir allt að taka þátt á ÓL 2012. Frá því að keppnsibanninu var aflétt hjá Merritt hefur hann tekið þátt á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Suður-Kóreu í ágúst. Þar var hann annar í 400 metra hlaupinu á eftir Kirani James frá Grenada. Merritt vann til gullverðlauna með bandarsku boðhlaupssveitinni í 4x400 m. Erlendar Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira
Bandaríski hlauparinn LaShawn Merritt getur mætt í titilvörnina í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í London á næsta ári þrátt fyrir að hann hafi fallið á lyfjaprófi í apríl 2010. Í kjölfarið fékk hann tveggja ára keppnisbann og átti þar með einnig að fá sjálfkrafa keppnisbann á næstu ólympíuleikum. Meritt og bandaríska ólympíunefndin áfrýjuðu þeirri reglu til gerðardóms sem úrskurðaði Meritt í hag. Samkvæmt reglum sem tóku gildi árið 2008 geta íþróttamenn sem fá 6 mánaða keppnisbann eða lengra ekki tekið þátt á Ólympíuleikum. Með þessari reglu átti að senda skýr skilaboð til þeirra sem ætluðu sér að hafa rangt við með notkun á ólöglegum lyfjum. Lyfjamál Merritt er allt hið vandræðalegasta. Hann reyndist hafa tekið inn lyfið ExtenZe sem hann notaði í góðri trú að það myndi stækka getnarlim hans. Engum sögum fer af áhrifum lyfsins. Það inniheldur steralyfið dehydroepiandrosterone sem er á bannlista Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, og Meritt féll á lyfjaprófi í kjölfarið. Gerðardómur komst að þeirri niðurstöðu að hin umdeilda regla nr. 45 sem IOC setti árið 2008 standist ekki lög. Keppnisbann Merritt var stytt í 21 mánuð og lauk hann „afplánun“ fyrr á þessu ári. Helstu rök bandarísku ólympíunefndarinnar í málinu voru þau að Merritt hefði tekið út sína refsingu með tæplega tveggja ára keppnisbanni og að IOC væri að refsa honum á ný með því að banna honum að taka þátt á ÓL í London á næsta ári. Dómurinn mun eflaust hafa þau áhrif að fleiri íþróttamenn sem draga á eftir sér miður skemmtilega „lyfjasögu“ fái þrátt fyrir allt að taka þátt á ÓL 2012. Frá því að keppnsibanninu var aflétt hjá Merritt hefur hann tekið þátt á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Suður-Kóreu í ágúst. Þar var hann annar í 400 metra hlaupinu á eftir Kirani James frá Grenada. Merritt vann til gullverðlauna með bandarsku boðhlaupssveitinni í 4x400 m.
Erlendar Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira