Þýska blaðið Der Spiegel hefur greint frá því að líklega hafi þrír leikmenn vestur-þýska landsliðsins í fótbolta brotið lyfjareglur á HM 1966.
Blaðamenn Der Spiegel segjast hafa séð bréf þar sem gefið er í skyn að þrír leikmenn liðsins hafi tekið ólöglegt flensumeðal. Í meðalinu var effedrín sem var ólöglegt þá rétt eins og nú.
Þjóðverjar töpuðu úrslitaleik mótsins gegn Englandi, 4-2.
Nöfn leikmanna voru ekki gefin upp en þeir þurfa líklega ekki að hafa áhyggjur af leikbönnum.
Leikmenn Þýskalands sagðir hafa brotið lyfjareglur á HM 1966

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti



Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti

