Góð dreifing var á laxinum og flestir veiðistaðir með einhvern lax núna þegar veiði lauk. Stærsti laxinn var 97 cm hrygna með ummálið 47 cm og um 10 kg sem undirritaður fékk á Sunray Shadow þann 6. Ágúst. Sá fiskur fór í klak eins og margir aðrir vænir laxar úr ánni, en merkilegt þótti að engin annar stærri næðist á land þetta sumarið. Var þó sett í þá nokkra slíka sem menn misstu svo þeir eru þarna ennþá og væntanlega auka kyn sitt í ánni. Yfir sumarið var tekið gott magn af vænum fiski í klak en veitt verður áfram næstu tvo daga ef aðstæður leyfa. Ennþá er lax að ganga og t.d. í gær kom 83 cm hrygna lúsug í klakveiði á Skammadalsbeiðu!
Silungsveiðin var mun minni en oft áður en skráðir voru í veiðibók um 200 urriðar og 100 bleikjur sem veldur vonbrigðum og þá sérstaklega sjóbleikjan. Var hún þó væn þetta árið og nokkrar 4-5 punda voru þær stærstu þetta árið.

Jökla sjálf var mjög góð og fór ekki á yfirfall fyrr en um miðjan september en þá voru ennþá eftir það að koma nýjar göngur af laxi, þá sérstaklega í Fögruhlíðará og Kaldá svo veiðin datt ekki mikið niður þrátt fyrir það í lokin. Mikið af vænum laxi var að veiðast og stefnir svæðið á ekki síðri stórlaxavon en Breiðdalsá ef fram fer sem horfir.
Lítið var af sjóbleikju í Fögruhlíðarósnum þetta árið, en ágætlega af vænni bleikju kom í Kaldá er leið á sumarið.
Meira á https://strengir.is/index.php/component/content/article/7-frettir/103-veiei-lokie-i-breiedalsa-joeklusvaeeinu-minnivallalaek-og-hrutu
Birt með góðfúslegu leyfi Strengja.