Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, staðfesti við íþróttadeild nú undir kvöld að KSÍ væri í viðræðum við Svíann Lars Lagerbäck um að taka að sér starf landsliðsþjálfara karla.
Nafn Lagerbäck hefur verið lengi í umræðunni og sjálfur tjáði hann Fréttablaðinu um daginn að hann væri spenntur fyrir starfinu. Sagðist vilja ræða við KSÍ ef áhugi væri fyrir hendi hjá KSÍ.
Geir tók Lagerbäck á orðinu og er nú í viðræðum við Svíann sem margir vilja sjá sem næsta landsliðsþjálfara.
Vísir ræddi við Lagerbäck fyrr í dag og þá sagðist hann ekkert vilja tjá sig um stöðu mála fyrr en ljóst yrði hvort hann fengi starfið eður ei.

