Fótbolti

Torres má spila á móti Genk á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Mynd/Nordic Photos/Getty
Spánverjinn Fernando Torres má spila með Chelsea á móti Genk í Meistaradeildinni á morgun en hann hefur verið í leikbanni í síðustu leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni eftir rauða spjaldið sitt á móti Swansea City.

Chelsea hefur ekki saknað Torres mikið í síðustu tveimur deildarleikjum sem liðið hefur unnið með markatölunni 8-2. Daniel Sturridge nýtti tækifærið vel og skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum.

Fernando Torres hefur verið í byrjunarliðinu hjá Chelsea í fyrstu tveimur leikjum liðsins í Meistaradeildinni en hefur ekki enn skorað. Hann átti þó tvær stoðsendingar í sigrinum á Bayer 04 Leverkusen.

Torres hefur ekkert spilað með Chelsea síðan í 1-1 jafnteflinu á móti Valencia 28. september síðastliðinn því hann var í banni í undanförnum tveimur deildarleikjum. Torres fékk reyndar að spila fyrsta klukkutímann í 2-0 sigri á Tékkum á dögunum en hann fékk síðan ekkert að spreyta sig í 3-1 sigri Spánverja á Skotum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×