Ólafur: Við erum ekki eins góðir í fótbolta og menn halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2011 19:45 Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir það ekki vera skref niður á við að taka við 1. deildarliði Hauka en Ólafur skrifaði undir þriggja ára samning við Haukana í dag. Ólafur segir að starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta sé eitt það erfiðasta sem er í boði en hann svaraði gagnrýni á sig fullum hálsi í viðtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Nei ég held nú ekki að þetta sé skref niður á við en þetta er öðruvísi starf en að þjálfa landsliðið. Það hefur verið unnið fínt starf hér í Haukum og ég er mjög spenntur að koma hingað," sagði Ólafur. „Við höfum sett okkur það markmið að vera með samkeppnishæft lið sem getur barist um tvö efstu sætin í deildinni á næsta ári. Það er markmiðið," sagði Ólafur sem gerði þriggja ára samning við Haukana. „Þetta er kannski lengri samningur en ég hef gert áður en í honum stendur að hann sé uppsegjanlegur á hverju ári og þar með skiptir engu máli þótt að hann sé til tíu ára," sagði Ólafur í léttum tón. „Við erum að taka stöðuna á leikmannahópnum en það er eins og gengur og gerist á þessum tíma. Þetta er einhver leiðinlegasti tíminn fyrir þjálfara þegar því það þarf að vera að tala við leikmenn og hræra í þeim. Leikmannahópurinn lítur ágætlega út og við munum styrkja okkur eitthvað ef þess er kostur," sagði Ólafur en Guðjón spurði hann síðan út í íslenska landsliðið. „Ég sakna þess ekki neitt að þjálfa íslenska landsliðið," sagði Ólafur en hvernig lýst honum á nýja landsliðsþjálfarann, Lars Lagerbäck. „Áhugi blaðamanna fyrir íslenska landsliðinu hefur ekki verið neinn. Ég hef því ekki verið spurður að neinu fyrr en núna. Ég er búinn að segja það áður að mér finnst að íslenskur þjálfari eigi að þjálfa íslenska landsliðið. Fyrst að það var leitað til útlanda þá lýst mér ljómandi vel á þennan mann," sagði Ólafur. „Ég veit að þetta landslið er á uppleið og það verður örugglega betra á komandi árum en það var hjá mér. Hluti af mínu starfi var að búa þetta lið til og það verður bara betra," sagði Ólafur en er þetta léttari riðill en Ísland var í undir hans stjórn „Það eitt veit ég að Ísland kemur aldrei til með að lenda í léttum riðli," sagði Ólafur. Ólafur var gagnrýndur mikið þegar hann var með landsliðið en var gagnrýnin of harkaleg. „Nei, gagnrýnin var ekki svo harkaleg en ég er nú vanur ýmsu. Hún var hundleiðinleg stundum en það var nú bara eins og það er. Hún átti stundum rétt á sér en stundum ekki," sagði Ólafur. „Gagnrýnin fór ekki í taugarnar á mér því þá hefði ég hætt mikið fyrr. Ég held að það sé eitt erfiðasta starf næstum því á Íslandi að vera landsliðsþjálfari. Það er mjög erfitt," sagði Ólafur. „Forystan stóð mér allan tímann þannig að það voru aldrei nein vandamál þar. Málið var bara þannig og er bara þannig í íþróttum að þegar hlutirnir ganga ekki upp þá er þjálfarinn gagnrýndur. Þannig var það líka með landsliðið en ég held að kröfur almennings til íslenska landsliðsins séu óraunhæfar, því miður," sagði Ólafur. „Við erum ekki eins góðir og menn halda. Við erum ekki betri en Danir, við erum ekki betri en Hollendingar, við erum ekki betri en Norðmenn og ég get talið mörg lönd upp. Þetta eru lönd sem við vorum að spila með í riðli og við spiluðum yfirleitt alltaf við erfiðari mótherja. Ég held að fólk sem liti raunhæft á málið skilji þetta en hinir ekki," sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir það ekki vera skref niður á við að taka við 1. deildarliði Hauka en Ólafur skrifaði undir þriggja ára samning við Haukana í dag. Ólafur segir að starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta sé eitt það erfiðasta sem er í boði en hann svaraði gagnrýni á sig fullum hálsi í viðtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Nei ég held nú ekki að þetta sé skref niður á við en þetta er öðruvísi starf en að þjálfa landsliðið. Það hefur verið unnið fínt starf hér í Haukum og ég er mjög spenntur að koma hingað," sagði Ólafur. „Við höfum sett okkur það markmið að vera með samkeppnishæft lið sem getur barist um tvö efstu sætin í deildinni á næsta ári. Það er markmiðið," sagði Ólafur sem gerði þriggja ára samning við Haukana. „Þetta er kannski lengri samningur en ég hef gert áður en í honum stendur að hann sé uppsegjanlegur á hverju ári og þar með skiptir engu máli þótt að hann sé til tíu ára," sagði Ólafur í léttum tón. „Við erum að taka stöðuna á leikmannahópnum en það er eins og gengur og gerist á þessum tíma. Þetta er einhver leiðinlegasti tíminn fyrir þjálfara þegar því það þarf að vera að tala við leikmenn og hræra í þeim. Leikmannahópurinn lítur ágætlega út og við munum styrkja okkur eitthvað ef þess er kostur," sagði Ólafur en Guðjón spurði hann síðan út í íslenska landsliðið. „Ég sakna þess ekki neitt að þjálfa íslenska landsliðið," sagði Ólafur en hvernig lýst honum á nýja landsliðsþjálfarann, Lars Lagerbäck. „Áhugi blaðamanna fyrir íslenska landsliðinu hefur ekki verið neinn. Ég hef því ekki verið spurður að neinu fyrr en núna. Ég er búinn að segja það áður að mér finnst að íslenskur þjálfari eigi að þjálfa íslenska landsliðið. Fyrst að það var leitað til útlanda þá lýst mér ljómandi vel á þennan mann," sagði Ólafur. „Ég veit að þetta landslið er á uppleið og það verður örugglega betra á komandi árum en það var hjá mér. Hluti af mínu starfi var að búa þetta lið til og það verður bara betra," sagði Ólafur en er þetta léttari riðill en Ísland var í undir hans stjórn „Það eitt veit ég að Ísland kemur aldrei til með að lenda í léttum riðli," sagði Ólafur. Ólafur var gagnrýndur mikið þegar hann var með landsliðið en var gagnrýnin of harkaleg. „Nei, gagnrýnin var ekki svo harkaleg en ég er nú vanur ýmsu. Hún var hundleiðinleg stundum en það var nú bara eins og það er. Hún átti stundum rétt á sér en stundum ekki," sagði Ólafur. „Gagnrýnin fór ekki í taugarnar á mér því þá hefði ég hætt mikið fyrr. Ég held að það sé eitt erfiðasta starf næstum því á Íslandi að vera landsliðsþjálfari. Það er mjög erfitt," sagði Ólafur. „Forystan stóð mér allan tímann þannig að það voru aldrei nein vandamál þar. Málið var bara þannig og er bara þannig í íþróttum að þegar hlutirnir ganga ekki upp þá er þjálfarinn gagnrýndur. Þannig var það líka með landsliðið en ég held að kröfur almennings til íslenska landsliðsins séu óraunhæfar, því miður," sagði Ólafur. „Við erum ekki eins góðir og menn halda. Við erum ekki betri en Danir, við erum ekki betri en Hollendingar, við erum ekki betri en Norðmenn og ég get talið mörg lönd upp. Þetta eru lönd sem við vorum að spila með í riðli og við spiluðum yfirleitt alltaf við erfiðari mótherja. Ég held að fólk sem liti raunhæft á málið skilji þetta en hinir ekki," sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann