Horner segir Red Bull liðið hafa bætt sig á öllum sviðum 17. október 2011 14:45 Lewis Hamilton, Sebastian Vettel, Christian Horner og Mark Webber á verðlaunapallinum í Suður Kóreu í gær. AP MYND: Lee Jin-man Red Bull liðið fagnaði því í gær að liðið vann titil bílasmiða í Formúlu 1, viku eftir að Sebastian Vettel, annar ökumanna liðsins hafði fagnað því að vinna meistaratitil ökumanna. Red Bull var í mestri samkeppni við McLaren og Ferrari um meistaratitil bílasmiða, en tryggði sér titilinn í gær, þó þremur mótum sé enn ólokið á keppnistímabilinu. Yfirmaður Red Bull, Christian Horner segir liðið hafa bætt sig á öllum sviðum. „Þetta verður aldrei auðveldara, það er ljóst. Það væri kjánalegt að vanmeta aðila eins og Ferrari. Það er magnað lið með göfugan uppruna, eins og McLaren og Mercedes Benz," sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull liðsins aðspurður um hvaða áskorun myndi mæta Red Bull liðinu á næsta ári, í frétt á autosport.com. Red Bull liðið hefur gengið sérlega vel á þessu keppnistímabili og Vettel hefur til þessa unnið tíu mót og hann og Mark Webber, hinn ökumaður liðsins hafa komist á verðlaunapall í 24 skipti á árinu. „Við erum ekki svo miklir kjánar eða hrokafullir að halda að þessu frammistaða sé venjuleg. Hún er óvenjuleg og þarfnast ofurmannlegrar viðleitni að reyna að ná og fá áorkað," sagði Horner. Red Bull er þegar farið að undirbúa keppnisbíl næsta árs og Adrian Newey yfirhönnuður liðsins mun hanna þann bíl með teymi sínu, eins og bíl þessa árs. Horner sagði að Red Bull liðið hefði innan við fjóra mánuði til að hanna og smíðan nýjan bíl fyrir næsta tímabil. Hann segir liðið sterkara í ár, en í fyrra, en liðið vann titil bílasmiða á síðasta ári og hefur því unnið titilinn tvö ár í röð. „Að hefja tímabil sem handhafi meistaratitils bílasmiða þýðir að það eru væntingar og álag sem fylgir því að verja titilinn og ég er sérlega ánægður hvernig liðið hefur meðhöndlað álagið. Liðið hefur bætt sig á öllum sviðum og við erum sterkari eining en fyrir 12 mánuðum. Liðið hefur unnið sem ein heild. Það gerir okkur fært að ná þeim árangri sem við höfum náð", sagði Horner m.a. um árangur liðsins í ár. Formúla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Red Bull liðið fagnaði því í gær að liðið vann titil bílasmiða í Formúlu 1, viku eftir að Sebastian Vettel, annar ökumanna liðsins hafði fagnað því að vinna meistaratitil ökumanna. Red Bull var í mestri samkeppni við McLaren og Ferrari um meistaratitil bílasmiða, en tryggði sér titilinn í gær, þó þremur mótum sé enn ólokið á keppnistímabilinu. Yfirmaður Red Bull, Christian Horner segir liðið hafa bætt sig á öllum sviðum. „Þetta verður aldrei auðveldara, það er ljóst. Það væri kjánalegt að vanmeta aðila eins og Ferrari. Það er magnað lið með göfugan uppruna, eins og McLaren og Mercedes Benz," sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull liðsins aðspurður um hvaða áskorun myndi mæta Red Bull liðinu á næsta ári, í frétt á autosport.com. Red Bull liðið hefur gengið sérlega vel á þessu keppnistímabili og Vettel hefur til þessa unnið tíu mót og hann og Mark Webber, hinn ökumaður liðsins hafa komist á verðlaunapall í 24 skipti á árinu. „Við erum ekki svo miklir kjánar eða hrokafullir að halda að þessu frammistaða sé venjuleg. Hún er óvenjuleg og þarfnast ofurmannlegrar viðleitni að reyna að ná og fá áorkað," sagði Horner. Red Bull er þegar farið að undirbúa keppnisbíl næsta árs og Adrian Newey yfirhönnuður liðsins mun hanna þann bíl með teymi sínu, eins og bíl þessa árs. Horner sagði að Red Bull liðið hefði innan við fjóra mánuði til að hanna og smíðan nýjan bíl fyrir næsta tímabil. Hann segir liðið sterkara í ár, en í fyrra, en liðið vann titil bílasmiða á síðasta ári og hefur því unnið titilinn tvö ár í röð. „Að hefja tímabil sem handhafi meistaratitils bílasmiða þýðir að það eru væntingar og álag sem fylgir því að verja titilinn og ég er sérlega ánægður hvernig liðið hefur meðhöndlað álagið. Liðið hefur bætt sig á öllum sviðum og við erum sterkari eining en fyrir 12 mánuðum. Liðið hefur unnið sem ein heild. Það gerir okkur fært að ná þeim árangri sem við höfum náð", sagði Horner m.a. um árangur liðsins í ár.
Formúla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira