Atli: Dýrt að nýta ekki vítin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2011 20:37 Mynd/HAG Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, segir það erfitt að hafa horft upp á þriðja tapleik sinna manna í röð en liðið tapaði naumlega fyrir Haukum í Hafnarfirði í kvöld, 23-22. „Við fengum fullt af færum í leiknum og fullt af vítaköstum sem við nýttum okkur ekki,“ sagði Atli en alls varði Birkir Ívar Guðmundsson 21 skot í leiknum, þar af fjögur vítaköst Akureyringa. „Við byrjuðum illa í upphafi beggja hálfleikja og það er of mikið að láta 4-5 mínútur líða án þess að skora mark. Það getur skipt miklu máli. Það verður þó ekki af mínum mönnum tekið að við vorum að komast í færin og strákarnir voru að berjast eins og menn.“ „Þó svo að við lentum stundum 3-4 mörkum undir þá náðum við að halda okkur inni í leiknum og það fyllir mig áfram trú um að þetta fari að detta fyrir okkur. En það er auðvitað erfitt að horfa upp á tapið og mér fannst við eiga annað stigið skilið.“ „Það hefði verið gott að komast yfir en Haukarnir eru með flott lið og Birkir Ívar var frábær í dag. Ég var líka ánægður með Bubba (Sveinbjörn Pétursson) í okkar marki en þessi víti sem við klikkuðum á eru dýr.“ Hreinn Þór Hauksson gaf það út í vor að hann væri hættur enda á leiðinni til Svíþjóðar í nám. Hann var sóttur sérstaklega í þennan leik og lenti á landinu í dag. „Hann var flottur í dag og hann gerði mikið fyrir okkur í dag. Svo fer hann aftur heim á morgun en kemur svo aftur fyrir leikinn gegn Val og spilar með okkur þá. Við erum bara í þeirri stöðu að okkur vantar sárlega leikmenn enda mjög erfitt að missa fimm leikmenn í langvarandi meiðsli.“ Olís-deild karla Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Sjá meira
Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, segir það erfitt að hafa horft upp á þriðja tapleik sinna manna í röð en liðið tapaði naumlega fyrir Haukum í Hafnarfirði í kvöld, 23-22. „Við fengum fullt af færum í leiknum og fullt af vítaköstum sem við nýttum okkur ekki,“ sagði Atli en alls varði Birkir Ívar Guðmundsson 21 skot í leiknum, þar af fjögur vítaköst Akureyringa. „Við byrjuðum illa í upphafi beggja hálfleikja og það er of mikið að láta 4-5 mínútur líða án þess að skora mark. Það getur skipt miklu máli. Það verður þó ekki af mínum mönnum tekið að við vorum að komast í færin og strákarnir voru að berjast eins og menn.“ „Þó svo að við lentum stundum 3-4 mörkum undir þá náðum við að halda okkur inni í leiknum og það fyllir mig áfram trú um að þetta fari að detta fyrir okkur. En það er auðvitað erfitt að horfa upp á tapið og mér fannst við eiga annað stigið skilið.“ „Það hefði verið gott að komast yfir en Haukarnir eru með flott lið og Birkir Ívar var frábær í dag. Ég var líka ánægður með Bubba (Sveinbjörn Pétursson) í okkar marki en þessi víti sem við klikkuðum á eru dýr.“ Hreinn Þór Hauksson gaf það út í vor að hann væri hættur enda á leiðinni til Svíþjóðar í nám. Hann var sóttur sérstaklega í þennan leik og lenti á landinu í dag. „Hann var flottur í dag og hann gerði mikið fyrir okkur í dag. Svo fer hann aftur heim á morgun en kemur svo aftur fyrir leikinn gegn Val og spilar með okkur þá. Við erum bara í þeirri stöðu að okkur vantar sárlega leikmenn enda mjög erfitt að missa fimm leikmenn í langvarandi meiðsli.“
Olís-deild karla Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Sjá meira