Þýski landsliðsmaðurinn Thomas Muller segist hafa hafnað tilboði frá Chelsea eftir HM 2010. Muller sló í gegn á mótinu þar sem hann var markahæstur. Hann skoraði einmitt tvisvar í 4-1 sigri Þjóðverja á Englendingum.
"Ég hafnaði fjölda tilboða eftir HM. Þar af tilboði frá Chelsea. Chelsea er flott félag en mér fannst ég vera of ungur til þess að fara þangað," sagði Muller sem leikur með Bayern Munchen.
"Það hefði verið galið að skipta um umhverfi aðeins ári eftir að ég varð atvinnumaður. Nú sé ég heldur enga ástæðu til þess að yfirgefa Bayern. Ég elska félagið."
Muller hafnaði Chelsea

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn



Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti


„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1
