Geir H. Haarde kampakátur með niðurstöðu Hæstaréttar 28. október 2011 20:47 Geir H. Haarde á landsfundi Sjálfstæðismanna. „Ég er það auðvitað, þótt ég hafi alltaf talið mig vita að þessi löggjöf væri bæði rétt, nauðsynleg og lögleg," svarar Geir H. Haarde, þegar hann var spurður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvort hann væri ekki kampakátur með að neyðarlögin hefðu haldið í Hæstarétti í dag. Geir var forsætisráðherra þegar lögin voru samþykkt, en sama dag og þau voru lögð fyrir þingið hélt hann eftiminnilega ræðu í sjónvarpinu sem hefur oft verið nefnd. „Guð blessi Ísland ræðan". „Það er svo athyglisvert að Steingrímur [J. Sigfússon] hrósi sigri yfir þessu en Vinstri grænir voru eini flokkurinn sem vildu ekki styðja neyðarlagafrumvarpið," sagði Geir en Vinstri grænir gerðu meðal annars athugasemdir við FME í lögunum. Geir segir að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið erfið. Hann hafi þó talið lögin hefðu tryggt þjóðarhagsmuni og stöðu innistæðueigenda hér á landi. „Og við lentum ekki í sama vanda og aðrir þjóðir í Evrópu sem tóku rangar ákvarðanir á svipuðum tíma og ákvörðunin um neyðarlögin var tekin," sagði Geir. Geir segir niðurstöðuna í Hæstarétti í dag ekki hafa bein áhrif á vörn hans fyrir Landsdómi, en aðalmeðferð fer fram í málinu í mars á næsta ári. „En þetta hangir auðvitað saman," segir Geir. Að sögn Geirs er skömm þeirra sem samþykktu á Alþingi að vísa máli hans til Landsdóms, mikil. Hann segir suma líkja stöðu hans við stofufangelsi, þá ekki síst í ljósi þess að kollegar Geirs í ríkisstjórninni sem var við völd þegar allt hrundi, eru komin í toppstörf úti í heimi. Þannig er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir komin í starf yfirmanns UN Woman í Afganistan og Árni Matthiesen er aðstoðarframkvæmdastjóri matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), í Róm. Geir segist þó líða ágætlega á hliðarlínunni þar sem hann undirbýr nú vörn sína. Hægt er að lesa viðtalið við Geir hér. Landsdómur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Ég er það auðvitað, þótt ég hafi alltaf talið mig vita að þessi löggjöf væri bæði rétt, nauðsynleg og lögleg," svarar Geir H. Haarde, þegar hann var spurður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvort hann væri ekki kampakátur með að neyðarlögin hefðu haldið í Hæstarétti í dag. Geir var forsætisráðherra þegar lögin voru samþykkt, en sama dag og þau voru lögð fyrir þingið hélt hann eftiminnilega ræðu í sjónvarpinu sem hefur oft verið nefnd. „Guð blessi Ísland ræðan". „Það er svo athyglisvert að Steingrímur [J. Sigfússon] hrósi sigri yfir þessu en Vinstri grænir voru eini flokkurinn sem vildu ekki styðja neyðarlagafrumvarpið," sagði Geir en Vinstri grænir gerðu meðal annars athugasemdir við FME í lögunum. Geir segir að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið erfið. Hann hafi þó talið lögin hefðu tryggt þjóðarhagsmuni og stöðu innistæðueigenda hér á landi. „Og við lentum ekki í sama vanda og aðrir þjóðir í Evrópu sem tóku rangar ákvarðanir á svipuðum tíma og ákvörðunin um neyðarlögin var tekin," sagði Geir. Geir segir niðurstöðuna í Hæstarétti í dag ekki hafa bein áhrif á vörn hans fyrir Landsdómi, en aðalmeðferð fer fram í málinu í mars á næsta ári. „En þetta hangir auðvitað saman," segir Geir. Að sögn Geirs er skömm þeirra sem samþykktu á Alþingi að vísa máli hans til Landsdóms, mikil. Hann segir suma líkja stöðu hans við stofufangelsi, þá ekki síst í ljósi þess að kollegar Geirs í ríkisstjórninni sem var við völd þegar allt hrundi, eru komin í toppstörf úti í heimi. Þannig er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir komin í starf yfirmanns UN Woman í Afganistan og Árni Matthiesen er aðstoðarframkvæmdastjóri matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), í Róm. Geir segist þó líða ágætlega á hliðarlínunni þar sem hann undirbýr nú vörn sína. Hægt er að lesa viðtalið við Geir hér.
Landsdómur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira