Enski boltinn

Rannsókn City í Tevez-málinu: Ekkert finnst sem styður frásögn Mancini

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez og Roberto Mancini.
Carlos Tevez og Roberto Mancini. Mynd/AP
Daily Mirror slær því upp í morgun að rannsókn Manchester City hafi leitt það í ljós að Carlos Tevez hafi í raun ekki neitað að koma inn á völlinn í Meistaradeildarleiknum á móti Bayern München fyrir þremur vikum.

Argentínumaðurinn mun samt sem áður þurfa að koma fyrir aganefnd félagsins það sem farið verður yfir það sem gerðist á Allianz Arena í lok september.

Heimildir Daily Mirror segja að það finnist ekkert sem styður frásögn stjórans Roberto Mancini því enginn innan félagsins sé tilbúinn að taka undir hans útgáfu af atburðum þessa örlagaríka kvölds.

Aðstoðarmenn Mancini, þeir Brian Kidd og David Platt sem og formþjálfarinn Ivan Carminati gátu ekki staðfest það að Tevez hafi í raun neitað að fara inn á völlinn.

Tevez verður víst bara kærður fyrir að neita fyrirmælum Mancini og Carminati um að halda áfram að hita upp með það fyrir augum að spila seinna í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×