Eiríkur svarar framsóknarmönnum fullum hálsi 9. nóvember 2011 14:25 Eiríkur Bergmann Einarsson dósent við Bifröst segir rangt að hann hafi í grein sinni í Fréttatímanum á dögunum "gefið sterklega í skyn að Framsóknarflokkurinn tengist hatursfullri öfgaþjóðernisstefnu," eins og þingflokkur Framsóknarmanna heldur fram í yfirlýsingu en framsóknarmenn hafa fordæmt skrif Eiríks. Eiríkur hefur sjálfur sent frá sér yfirlýsingu og þar bendir hann á að umfjöllun sín um Framsóknarflokkinn hafi orðrétt verið á þessa leið: „Í allra síðustu tíð hefur Framsóknarflokkurinn svo eilítið farið að daðra við þjóðernisstefnuna. Breytingar á merki flokksins vísar til að mynda í klassísk fasísk minni og áhersla hefur verið á að sýna þjóðleg gildi á fundum flokksins, svo sem glímusýningu undir blaktandi þjóðfánanum. Orðræða sumra þingmanna hefur í auknum mæli einkennst af hollustu við þjóðernið. Enn þó er þó ekki ljóst hvort flokkurinn ætli sér að sækja enn lengra inn í þetta mengi." (Fréttatíminn 04.11.2011, sjá bls 46). Eiríkur segir að þetta sé sitt mat á málflutningi flokksins og því standi hann við hvert orð. „En í þeim er felst enginn annar dómur öfugt við þá túlkun sem þingflokkur Framsóknarflokksins leggur í orð mín í yfirlýsingu sinni. Ég ber að mörgu leyti djúpa virðingu fyrir sögu og stefnu Framsóknarflokksins sem og fyrir málflutningi margra framsóknarmanna. Mér finnst þó að þingflokkur framsóknarmanna eigi að geta þolað það að um hann sé fjallað án mikillar tæpitungu á almennum vettvangi." „Því má hér við bæta að ég hef í áraraðir rannsakað þjóðernisumræðu, hérlendis og erlendis - svo sem lesa má um í doktorsritgerð minni og bókinni Sjálfstæð þjóð - trylltur skríll og landráðalýður sem kom út hjá Veröld í vor," segir Eríkur ennfremur. Hvað varðar framsetningu og myndskreitingu með greininni segist hann vísa á Fréttatímann, Eiríku hafi ekki komið sjálfur að myndavali eða útlitsteikningu blaðsins. „Og mætti ég svo kannski í fyllstu vinsemd spyrja hér í lokin hvað átt er við með þessari setningu í yfirlýsingu framsóknarmanna: „Óásættanlegt er að dósent við Háskólann á Bifröst skrifi á þennan hátt í nafni skólans." Hvað nákvæmlega á Háskólinn á Bifröst að gera í því? Er hér á ferðinni tilraun til þöggunar? Jafnvel hótun?," spyr hann að lokum. Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn fordæmir skrif Eiríks Bergmanns Þingflokkur Framsóknarflokksins fordæmir umfjöllun Eiríks Bergmanns Einarssonar um Framsóknarflokkinn sem birt var í Fréttatímanum um síðustu helgi. Í yfirlýsingu sem Framsóknarflokkurinn hefur sent frá sér segir að umfjöllunin sé villandi og meiðandi. Eiríkur fjalli þar um ýmsar þjóðernisöfgahreyfingar og blandi Framsóknaflokknum í þá umræðu með afar undarlegum hætti. 9. nóvember 2011 13:09 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson dósent við Bifröst segir rangt að hann hafi í grein sinni í Fréttatímanum á dögunum "gefið sterklega í skyn að Framsóknarflokkurinn tengist hatursfullri öfgaþjóðernisstefnu," eins og þingflokkur Framsóknarmanna heldur fram í yfirlýsingu en framsóknarmenn hafa fordæmt skrif Eiríks. Eiríkur hefur sjálfur sent frá sér yfirlýsingu og þar bendir hann á að umfjöllun sín um Framsóknarflokkinn hafi orðrétt verið á þessa leið: „Í allra síðustu tíð hefur Framsóknarflokkurinn svo eilítið farið að daðra við þjóðernisstefnuna. Breytingar á merki flokksins vísar til að mynda í klassísk fasísk minni og áhersla hefur verið á að sýna þjóðleg gildi á fundum flokksins, svo sem glímusýningu undir blaktandi þjóðfánanum. Orðræða sumra þingmanna hefur í auknum mæli einkennst af hollustu við þjóðernið. Enn þó er þó ekki ljóst hvort flokkurinn ætli sér að sækja enn lengra inn í þetta mengi." (Fréttatíminn 04.11.2011, sjá bls 46). Eiríkur segir að þetta sé sitt mat á málflutningi flokksins og því standi hann við hvert orð. „En í þeim er felst enginn annar dómur öfugt við þá túlkun sem þingflokkur Framsóknarflokksins leggur í orð mín í yfirlýsingu sinni. Ég ber að mörgu leyti djúpa virðingu fyrir sögu og stefnu Framsóknarflokksins sem og fyrir málflutningi margra framsóknarmanna. Mér finnst þó að þingflokkur framsóknarmanna eigi að geta þolað það að um hann sé fjallað án mikillar tæpitungu á almennum vettvangi." „Því má hér við bæta að ég hef í áraraðir rannsakað þjóðernisumræðu, hérlendis og erlendis - svo sem lesa má um í doktorsritgerð minni og bókinni Sjálfstæð þjóð - trylltur skríll og landráðalýður sem kom út hjá Veröld í vor," segir Eríkur ennfremur. Hvað varðar framsetningu og myndskreitingu með greininni segist hann vísa á Fréttatímann, Eiríku hafi ekki komið sjálfur að myndavali eða útlitsteikningu blaðsins. „Og mætti ég svo kannski í fyllstu vinsemd spyrja hér í lokin hvað átt er við með þessari setningu í yfirlýsingu framsóknarmanna: „Óásættanlegt er að dósent við Háskólann á Bifröst skrifi á þennan hátt í nafni skólans." Hvað nákvæmlega á Háskólinn á Bifröst að gera í því? Er hér á ferðinni tilraun til þöggunar? Jafnvel hótun?," spyr hann að lokum.
Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn fordæmir skrif Eiríks Bergmanns Þingflokkur Framsóknarflokksins fordæmir umfjöllun Eiríks Bergmanns Einarssonar um Framsóknarflokkinn sem birt var í Fréttatímanum um síðustu helgi. Í yfirlýsingu sem Framsóknarflokkurinn hefur sent frá sér segir að umfjöllunin sé villandi og meiðandi. Eiríkur fjalli þar um ýmsar þjóðernisöfgahreyfingar og blandi Framsóknaflokknum í þá umræðu með afar undarlegum hætti. 9. nóvember 2011 13:09 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
Framsóknarflokkurinn fordæmir skrif Eiríks Bergmanns Þingflokkur Framsóknarflokksins fordæmir umfjöllun Eiríks Bergmanns Einarssonar um Framsóknarflokkinn sem birt var í Fréttatímanum um síðustu helgi. Í yfirlýsingu sem Framsóknarflokkurinn hefur sent frá sér segir að umfjöllunin sé villandi og meiðandi. Eiríkur fjalli þar um ýmsar þjóðernisöfgahreyfingar og blandi Framsóknaflokknum í þá umræðu með afar undarlegum hætti. 9. nóvember 2011 13:09