Aganefnd Golfsambands Íslands hefur úrskurðað íslenskan kylfing í eins árs keppnisbann en hann var staðinn að því að breyta skori sínu á skorkorti eftir að því hafði verið skilað inn eftir keppni. Fréttavefurinn Kylfingur.is greinir frá.
Kylfingurinn breytti skori sínu á 9. holu Bakkakotsvallar úr 5 höggum í 3 högg. Ritarinn sem skráði skor kylfingsins tilkynnti mótsstjórn um atvikið og var kylfingnum vísað úr keppni í kjölfarið. Málið var síðan sent til aganefndar GSÍ sem tók málið fyrir og eins árs keppnisbann var niðurstaðan.
Greinargerð frá kærða barst aganefnd og má lesa hana í heild sinn á golffréttavefnum kylfingur.is.
