Fótbolti

Inter setti met - elsta byrjunarlið sögunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Zanetti.
Javier Zanetti. Mynd/Nordic Photos/Getty
Claudio Ranieri, þjálfari Internazionale Milano, setti nýtt met í Meistaradeildinni í kvöld þegar hann stillti upp elsta byrjunarliði í sögu Meistaradeildarinnar.

Meðalaldur byrjunarliðs Inter í kvöld er 31 ár og 317 dagar en gamla metið áttu nágrannar þeirra í AC Milan. Meðalaldur byrjunarliðs AC Milan á móti Celtic 4. desember 2007 var 31 ár og 215 dagar.

Internazionale mætir Lille á heimavelli í kvöld en ítalska liðið er í efsta sæti riðilsins fyrir leiki kvöldsins.

Byrjunarlið Inter á móti Lille í kvöld:

Luca Castellazzi 36 ára (19.07.1975)

Javier Zanetti 38 ára (10.08.1973)

Lúcio 33 ára (08.05.1978)

Walter Samuel 33 ára (22.03.1978)

Cristian Chivu 31 árs (26.10.1980)

Dejan Stanković 33 ára (11.09.1978)

Thiago Motta 29 ára (28.08.1982)

Wesley Sneijder 27 ára (09.06.1984)

Esteban Cambiasso 31 árs (18.08.1980)

Diego Milito 32 ára (12.06.1979)

Mauro Zárate 24 ára (18.03.1987)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×