Einn leikur fór fram í N1-deild kvenna í dag en í honum unnu Eyjastúlkur sextán marka sigur á KA/Þór á heimavelli.
Heimamenn í Vestmannaeyjum höfðu eins og gefur að skilja mikla yfirburðí leiknum og leiddu með þrettán mörkum í hálfleik, 22-9.
Ester Óskarsdóttir skoraði níu mörk fyrir ÍBV og Þórsteina Sigurbjörnsdóttir sjö. Hjá KA/Þór var Ásdís Sigurðardóttir markahæst með sex mörk.
ÍBV komst með sigrinum upp í sex stig en liðið er í fimmta sæti deildarinnar en KA/Þór er í næstneðsta sæti með tvö stig.
Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 9, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 7, Grigore Ggorgata 6, Ivana Mladeuovic 5, Drífa Þorvaldsdóttir 3, Mariana Trobojevic 3, Aníta Elíasdóttir 2, Nina Lykke Pettersen 2, Hildur Dögg Jónsdóttir 1, Sandra Gísladóttir 1.
Mörk KA/Þórs: Ásdís Sigurðardóttir 6, Jóhanna Snædal 4, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 4, Erla Tryggvadóttir 3, Katrín Vilhjálmsdóttir 2, Matha Hermannsdóttir 2, Hulda Tryggvadóttir 2.
Stórsigur ÍBV á KA/Þór
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn