Rivers of Iceland í Íslenskri þýðingu Karl Lúðvíksson skrifar 17. nóvember 2011 10:08 Bók Róberts Neil Stewart um íslenskar laxveiðiár (Rivers of Iceland) frá árinu 1950 hefur nú verið endurútgefin í þýðingu Einars Fals Ingólfssonar. Þessi bók Roberts Neils Stewart hershöfðingja kom fyrst út árið 1950 undir heitinu Rivers of Iceland. Bókin var skrifuð fyrir erlenda stangveiðimenn og var markmiðið að kynna fyrir þeim helstu veiðiár landsins, aðstæður við ár og vötn, fiskistofnana og aðbúnaðinn á bæjum þar sem dvalið væri.Íslenskar veiðiárvar fyrsta bók sinnar tegundar, þar sem fjallað er á markvissan hátt um stangveiðiíþróttina á Íslandi, og hefur lengi verið talin til klassískra veiðibókmennta. Stewart var gjörkunnugur öllum aðstæðum hér, veiddi fyrst hér á landi árið 1912 og leigði um langt árabil veiðiréttinn í Hrútafjarðará og Síká. Stewart sendi alls frá sér ellefu bækur, um stangveiði og náttúru, og aðbúnaðinn á bæjum þar sem dvalið væri.Íslenskar veiðiár er annað og meira en lýsingar á ám og fiskum. Þetta er merkileg frásögn um reynslu skosks ferðalangs sem dvaldi margoft hér á landi og kynntist þeim gríðarlegu breytingum sem urðu á högum landsmanna á fyrri hluta tuttugustu aldar. Lýsingar Stewarts á samgöngum hér á landi, á sveitabæjunum þar sem hann dvaldi og fólkinu sem hann kynntist, eru ekki síður merkilegar en næmar lýsingar hans á veiðiánum, fiskum og fuglalífi, veiðiskap og íslenskum fylgdarmönnum erlendra veiðimanna. Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari og rithöfundur þýddi bókna. Hana prýða um fimmtíu ljósmyndir sem Stewart tók hér á landi. Margar þeirra hafa verið í vörslu afkomenda Stewarts og hafa ekki áður birst opinberlega. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði
Bók Róberts Neil Stewart um íslenskar laxveiðiár (Rivers of Iceland) frá árinu 1950 hefur nú verið endurútgefin í þýðingu Einars Fals Ingólfssonar. Þessi bók Roberts Neils Stewart hershöfðingja kom fyrst út árið 1950 undir heitinu Rivers of Iceland. Bókin var skrifuð fyrir erlenda stangveiðimenn og var markmiðið að kynna fyrir þeim helstu veiðiár landsins, aðstæður við ár og vötn, fiskistofnana og aðbúnaðinn á bæjum þar sem dvalið væri.Íslenskar veiðiárvar fyrsta bók sinnar tegundar, þar sem fjallað er á markvissan hátt um stangveiðiíþróttina á Íslandi, og hefur lengi verið talin til klassískra veiðibókmennta. Stewart var gjörkunnugur öllum aðstæðum hér, veiddi fyrst hér á landi árið 1912 og leigði um langt árabil veiðiréttinn í Hrútafjarðará og Síká. Stewart sendi alls frá sér ellefu bækur, um stangveiði og náttúru, og aðbúnaðinn á bæjum þar sem dvalið væri.Íslenskar veiðiár er annað og meira en lýsingar á ám og fiskum. Þetta er merkileg frásögn um reynslu skosks ferðalangs sem dvaldi margoft hér á landi og kynntist þeim gríðarlegu breytingum sem urðu á högum landsmanna á fyrri hluta tuttugustu aldar. Lýsingar Stewarts á samgöngum hér á landi, á sveitabæjunum þar sem hann dvaldi og fólkinu sem hann kynntist, eru ekki síður merkilegar en næmar lýsingar hans á veiðiánum, fiskum og fuglalífi, veiðiskap og íslenskum fylgdarmönnum erlendra veiðimanna. Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari og rithöfundur þýddi bókna. Hana prýða um fimmtíu ljósmyndir sem Stewart tók hér á landi. Margar þeirra hafa verið í vörslu afkomenda Stewarts og hafa ekki áður birst opinberlega.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði