Körfubolti

Þrír úrvalsdeildarslagir í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafn Kristjánsson er þjálfari Íslands- og bikarmestara KR.
Hrafn Kristjánsson er þjálfari Íslands- og bikarmestara KR. Mynd/Valli
Dregið var í 32-liða úrslit Powerade-bikarkeppni karla í dag og verða þrír úrvalsdeildarslagir í umferðinni. Bikarmeistarar KR fengu Mostra frá Stykkishólmi.

Það er því ljóst að mest níu lið úr úrvalsdeildinni komast áfram í 16-liða úrslitin. Grindavík fékk heimaleik gegn Haukum, ÍR mætir Keflavík á heimavelli og Valur tekur á móti Snæfellingum.

Þá drógust A- og B-lið Stjörnunnar saman en leikirnir fara fram dagana 9.-12. desember næstkomandi:

Reynir S - Hamar

Ármann - Skallagrímur

Grindavík - Haukar

Stjarnan B - Stjarnan

ÍR - Keflavík

Haukar B - Breiðablik

Patrekur - Njarðvík B

Víkingur Ó - Þór Þ

KFÍ - FSU

KR B - Höttur

Álftanes - Tindastóll

ÍBV - Þór Ak.

ÍA - Fjölnir

Valur - Snæfell

ÍG - Njarðvík

Mostri - KR

Fylgst var með drættinum á vefsíðu íþróttadeildarinnar á Twitter, @VisirSport. Það þarf ekki að skrá sig á Twitter til að lesa lýsinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×