Fengu verðlaun fyrir tölvuleikinn Relocator 15. nóvember 2011 10:56 Sigurvegarar keppninnar. Nýverið lauk leikjahönnunarkeppninni Game Creator á vegum Icelandic Gaming Industry. Keppnin hófst formlega í byrjun september, að því er fram kemur í tilkynningu, „þar sem keppendur áttu kost á því að mæta á vinnustofur á vegum IGI til að fá aðstoð og álit á sinni vinnu. Vinnustofurnar voru fjórar í heild sinni þar sem fjallað var um leikjahönnun, forritun, frumgerðarsmíði og lokavinnustofa tileinkuð ahliða aðstoð og álitagjöf. Umsjón vinnustofanna var í höndum reyndra aðila úr iðnaðinum, m.a. frá fyrirtækjunum CCP Games og Gogogic.“ Þá segir að sex metnaðarfullum verkefnum hafi verið skilað inn til dómnefndar, sem samanstóð af dósentum við tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands, starfsmönnum CCP Games og Plain Vanilla og fulltrúa úr sigurliði síðustu keppni. Verkefnin fólu í sér virkar leikjafrumgerðir ásamt lýsingum og hugmyndum á frekari úrbótum og vinnslu fyrir leikinn. Úrslitin voru kunngerð síðastliðinn fimmtudag við hátíðlega athöfn í Háskóla Reykjavíkur. Sigurvegari keppninnar var liðið Orthus Games með leikinn „Relocator". Meðlimir liðsins eru þeir Tyrfingur Sigurðsson (til vinstri á myndinni), Burkni Óskarsson (fyrir miðju) og Ingþór Hjálmarsson (til hægri). „Í verðlaun hlutu þeir 4 mánaða veru hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, tölvu frá Samsung setrinu og 100 þúsund króna peningastyrk frá Landsbankanum. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir listræna hönnun og hlaut liðið Forever Alone þann heiður fyrir leikinn Deadguy. Liðið skipar einn keppandi, Einar Kristján Bridde, og fékk hann Kinect hreyfiskynjara frá Microsoft að launum.“ Leikjavísir Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Nýverið lauk leikjahönnunarkeppninni Game Creator á vegum Icelandic Gaming Industry. Keppnin hófst formlega í byrjun september, að því er fram kemur í tilkynningu, „þar sem keppendur áttu kost á því að mæta á vinnustofur á vegum IGI til að fá aðstoð og álit á sinni vinnu. Vinnustofurnar voru fjórar í heild sinni þar sem fjallað var um leikjahönnun, forritun, frumgerðarsmíði og lokavinnustofa tileinkuð ahliða aðstoð og álitagjöf. Umsjón vinnustofanna var í höndum reyndra aðila úr iðnaðinum, m.a. frá fyrirtækjunum CCP Games og Gogogic.“ Þá segir að sex metnaðarfullum verkefnum hafi verið skilað inn til dómnefndar, sem samanstóð af dósentum við tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands, starfsmönnum CCP Games og Plain Vanilla og fulltrúa úr sigurliði síðustu keppni. Verkefnin fólu í sér virkar leikjafrumgerðir ásamt lýsingum og hugmyndum á frekari úrbótum og vinnslu fyrir leikinn. Úrslitin voru kunngerð síðastliðinn fimmtudag við hátíðlega athöfn í Háskóla Reykjavíkur. Sigurvegari keppninnar var liðið Orthus Games með leikinn „Relocator". Meðlimir liðsins eru þeir Tyrfingur Sigurðsson (til vinstri á myndinni), Burkni Óskarsson (fyrir miðju) og Ingþór Hjálmarsson (til hægri). „Í verðlaun hlutu þeir 4 mánaða veru hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, tölvu frá Samsung setrinu og 100 þúsund króna peningastyrk frá Landsbankanum. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir listræna hönnun og hlaut liðið Forever Alone þann heiður fyrir leikinn Deadguy. Liðið skipar einn keppandi, Einar Kristján Bridde, og fékk hann Kinect hreyfiskynjara frá Microsoft að launum.“
Leikjavísir Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira