Sport

Eygló Ósk með Íslandsmet í 200 metra fjórsundi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Mynd/Anton
Hin sextán ára Eygló Ósk Gústafsdóttir úr sundfélaginu Ægir heldur áfram að bæta metin á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25m laug í Laugardalslaug.

Eygló Ósk bætti nú síðast metið í 200 metra fjórsundi í undanrásum í morgun. Eygló synti á 2:15.22 mínútum og bætti met Erlu Daggar Haraldsdóttir sem hafði synt á 2:15.32 mínútum fyrir tveimur árum.

Eygló setti um leið stúlknamet í þessari grein eins og hún hefur gert í öllum greinum sínum á mótinu til þessa.  

Eygló setti í gær tvívegis Íslandsmet í 100 metra baksundi og varð fyrsta íslenska konan til að synda undir mínútu.

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir frá sundfélagi Hafnarfjarðar hefur líka verið að gera frábæra hluti á mótinu en hún setti íslandsmet í 50m baksundi í gær þegar hún tók fyrsta sprett í 4x50m boðsundi. Ingibjörg synt á tímanum 27.49 sekúndum og bætti sitt eigið met frá því í úrslitasundinu í 50 metra baksundi daginn áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×