Vettel: Mjög ánægður með að ná besta tíma 12. nóvember 2011 21:16 Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button eftir tímatökuna í Abú Dabí í dag. AP MYND: Hassan Ammar Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökunni á Yas Marina brautinni í Abú Dabí í dag og jafnaði um leið met sem Nigel Mansell setti árið 1992, þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku. Vettel verður því fremstur á ráslínu í kappakstrinum á sunnudag og það er í fjórtánda skipti á árinu sem hann verður í þeirri stöðu í Formúlu 1 móti á árinu. „Ég er nokkuð ánægður. Í gær var ég ekki ánægður með eigin frammistöðu, né með bílinn og leið ekki þægilega. Það gekk betur í dag frá byrjun, en þegar sólin settist síðdegis, þá hafði ég mikli betri tilfinningu og bíllinn lét betur af stjórn," sagði Vettel, en tímatakan hófst í dagsbirtu en lauk á flóðlýstri braut. Það sama verður upp á teningnum í kappakstrinum á sunnudag. Lewis Hamilton á McLaren náði næst besta tíma í tímatökunni í dag og Jenson Button, liðsfélagi hans hjá McLaren náði þriðja besta tíma. „McLaren liðið hefur verið öflugt um helgina, en ég hugsaði með mér að ef ég gerði allt rétt í lokaumferðinni, þá ættum við möguleika (á að ná besta tíma) og það varð úr. Ég er mjög ánægður með að ná besta tíma og það er líka sérstakt að vera jafn Nigel Mansell. Þetta er frábært ár og það er ekki búið, þannig að ég hlakka til morgundagsins," sagði Vettel. Bein útsending verður á Stöð 2 Sport frá kappakstrinum í Abú Dabí á sunnudag og hefst hún kl. 12.30. Formúla Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökunni á Yas Marina brautinni í Abú Dabí í dag og jafnaði um leið met sem Nigel Mansell setti árið 1992, þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku. Vettel verður því fremstur á ráslínu í kappakstrinum á sunnudag og það er í fjórtánda skipti á árinu sem hann verður í þeirri stöðu í Formúlu 1 móti á árinu. „Ég er nokkuð ánægður. Í gær var ég ekki ánægður með eigin frammistöðu, né með bílinn og leið ekki þægilega. Það gekk betur í dag frá byrjun, en þegar sólin settist síðdegis, þá hafði ég mikli betri tilfinningu og bíllinn lét betur af stjórn," sagði Vettel, en tímatakan hófst í dagsbirtu en lauk á flóðlýstri braut. Það sama verður upp á teningnum í kappakstrinum á sunnudag. Lewis Hamilton á McLaren náði næst besta tíma í tímatökunni í dag og Jenson Button, liðsfélagi hans hjá McLaren náði þriðja besta tíma. „McLaren liðið hefur verið öflugt um helgina, en ég hugsaði með mér að ef ég gerði allt rétt í lokaumferðinni, þá ættum við möguleika (á að ná besta tíma) og það varð úr. Ég er mjög ánægður með að ná besta tíma og það er líka sérstakt að vera jafn Nigel Mansell. Þetta er frábært ár og það er ekki búið, þannig að ég hlakka til morgundagsins," sagði Vettel. Bein útsending verður á Stöð 2 Sport frá kappakstrinum í Abú Dabí á sunnudag og hefst hún kl. 12.30.
Formúla Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira