Sex meistarar keppa saman í fyrsta skipti í sögu Formúlu 1 29. nóvember 2011 18:15 Sebastian Vettel, heimsmeistarinn í Formúlu 1 í forystuhlutverki í mótinu í Brasilíu á sunnudaginn. AP MYND: Victor R. Caivano Sex ökumenn sem hafa orðið heimsmeistarar í Formúlu 1 keppa í íþróttinni á næsta ári. Það hefur ekki komið fyrir áður að jafn margir Formúlu 1 meistarar aki í mótaröðinni á sama keppnistímabili, en keppt hefur verið í Formúlu 1 síðan 1950. Þetta er ljóst eftir að tilkynnt var að Kimi Raikkönen keppir með Lotus Renault liðinu á næsta ári. Raikkönen hætti í Formúlu 1 í lok ársins 2009, en hann varð meistari með Ferrari árið 2007. Hinir ökumennirnir sem hafa orðið meistarar og keppa á næsta ári eins og í ár eru Michael Schumacher, Fernando Alonso, Lewis Hamilton, Jenson Button og Sebastian Vettel, núverandi meistari. Schumacher er sjölfaldur meistari og varð fyrst meistari árið 1994 og bætti titli í safnið 1995, 1997, 2001, 2002, 2003 og 2004. Alonso varð meistari 2005 og 2006 og Vettel hefur einnig orðið meistari tvisvar, fyrst 2010 og svo aftur í ár. Hamilton varð meistari 2008 og Button 2009. Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sex ökumenn sem hafa orðið heimsmeistarar í Formúlu 1 keppa í íþróttinni á næsta ári. Það hefur ekki komið fyrir áður að jafn margir Formúlu 1 meistarar aki í mótaröðinni á sama keppnistímabili, en keppt hefur verið í Formúlu 1 síðan 1950. Þetta er ljóst eftir að tilkynnt var að Kimi Raikkönen keppir með Lotus Renault liðinu á næsta ári. Raikkönen hætti í Formúlu 1 í lok ársins 2009, en hann varð meistari með Ferrari árið 2007. Hinir ökumennirnir sem hafa orðið meistarar og keppa á næsta ári eins og í ár eru Michael Schumacher, Fernando Alonso, Lewis Hamilton, Jenson Button og Sebastian Vettel, núverandi meistari. Schumacher er sjölfaldur meistari og varð fyrst meistari árið 1994 og bætti titli í safnið 1995, 1997, 2001, 2002, 2003 og 2004. Alonso varð meistari 2005 og 2006 og Vettel hefur einnig orðið meistari tvisvar, fyrst 2010 og svo aftur í ár. Hamilton varð meistari 2008 og Button 2009.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira