Efri svæðin í Elliðánum voru léleg á liðnu sumri Af vefnum Vötn og Veiði skrifar 28. nóvember 2011 10:50 Tveir efnilegir veiðimenn með laxa úr Elliðaánum í sumar Það er alltaf skemmtilegt að glugga í ársskýrslu SVFR. Margt fréttnæmt og forvitnilegt þar að finna, t.d. í skýrslum árnefnda, en þar má stundum sjá athyglisverða þróun mála í einstökum ár og vötnum. Eins og t.d. hvað efsti hluti Elliðaána er orðinn dapur í framleiðslu á laxi. Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt, okkur rekur minni til að hafa nefnt þetta í fréttum áður, eftir útkomu skýrslunnar. En þetta árið er statistíkin frekar sláandi. Nú er það svo, að veiðin í Elliðaánum var bara nokkuð góð, 1.147 laxar, aðeins örfáum löxum minna en í fyrra, þrátt fyrir hið kalda vor og þá staðreynd að árnar eru sjálfbærar með öllu í seinni tíð, engin leið að sleppa í þær seiðum, til styrkingar, vegna nýrnaveikismits. En sundurliðun á veiðitölum leiðir dramatíska staðreynd í ljós, og hún er að efsti hluta ána er að deyja sem laxveiðisvæði. Gott er að miða við veiðistaðinn Hraun, sem er efsti veiðistaður á skilgreindum veiðisvæðum sem dregið er um og veiðimenn í Elliðaánum þekkja vel. Frábær veiðistaður og einn sá besti í ánum. En þar fyrir ofan er mikið svæði, hefur gengið undir nafninu „flugusvæðið", eða „frísvæðið". Aðeins leyfð fluga þar og margir glæsilegir veiðistaðir eins og t.d. Kisturnar, hyljir í kringum Grænugróf, Sporðhyljir, Fljótið og Höfuðhylur svo einhverjir sé nefndir. Í gegnum tíðina hefur verið mikil veiði á þessum slóðum, en nú kveður við annan tón. Af 1.147 löxum veiddust aðeins 104 laxar fyrir ofan Hraun og flestir þeirra veiddust á örfáum stöðum eins og í Kistunum og í Höfuðhyl. Margir staðir sem áður voru fullir af lax, gáfu nú ekkert eða lítið. Eigi ósvipuð staða virðist komin upp í Leirvogsá. Að vísu hrundi veiðin í ánni verulega frá síðustu sumrum og var nú „aðeins" 388 laxar, sem er í sjálfu sé fínasta veiði í tveggja stanga á, en lítið og ræfilslegt miðað við veiðitölur síðustu sumra. En í Leirvogsá er svona „efsta svæði" líka sem er þó í eðli sínu mjög ólíkt efsta svæði Elliðaána. Í Leirvogsá er um að ræða gljúfrið fyrir ofan svokallaðan Ketilhyl og upp að Tröllafossi. Í gegnum tíðina hefur gengið mikið af laxi þarna upp eftir og fyrir þá sem svæðið þekkja hefur veiðin verið góð og oft frábær. Krefjandi svæði, en virkilega gjöfult! En núna....einn lax í Ketilhyl og fjórir þar fyrir ofan. Af vefnum Vötn og Veiði Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði
Það er alltaf skemmtilegt að glugga í ársskýrslu SVFR. Margt fréttnæmt og forvitnilegt þar að finna, t.d. í skýrslum árnefnda, en þar má stundum sjá athyglisverða þróun mála í einstökum ár og vötnum. Eins og t.d. hvað efsti hluti Elliðaána er orðinn dapur í framleiðslu á laxi. Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt, okkur rekur minni til að hafa nefnt þetta í fréttum áður, eftir útkomu skýrslunnar. En þetta árið er statistíkin frekar sláandi. Nú er það svo, að veiðin í Elliðaánum var bara nokkuð góð, 1.147 laxar, aðeins örfáum löxum minna en í fyrra, þrátt fyrir hið kalda vor og þá staðreynd að árnar eru sjálfbærar með öllu í seinni tíð, engin leið að sleppa í þær seiðum, til styrkingar, vegna nýrnaveikismits. En sundurliðun á veiðitölum leiðir dramatíska staðreynd í ljós, og hún er að efsti hluta ána er að deyja sem laxveiðisvæði. Gott er að miða við veiðistaðinn Hraun, sem er efsti veiðistaður á skilgreindum veiðisvæðum sem dregið er um og veiðimenn í Elliðaánum þekkja vel. Frábær veiðistaður og einn sá besti í ánum. En þar fyrir ofan er mikið svæði, hefur gengið undir nafninu „flugusvæðið", eða „frísvæðið". Aðeins leyfð fluga þar og margir glæsilegir veiðistaðir eins og t.d. Kisturnar, hyljir í kringum Grænugróf, Sporðhyljir, Fljótið og Höfuðhylur svo einhverjir sé nefndir. Í gegnum tíðina hefur verið mikil veiði á þessum slóðum, en nú kveður við annan tón. Af 1.147 löxum veiddust aðeins 104 laxar fyrir ofan Hraun og flestir þeirra veiddust á örfáum stöðum eins og í Kistunum og í Höfuðhyl. Margir staðir sem áður voru fullir af lax, gáfu nú ekkert eða lítið. Eigi ósvipuð staða virðist komin upp í Leirvogsá. Að vísu hrundi veiðin í ánni verulega frá síðustu sumrum og var nú „aðeins" 388 laxar, sem er í sjálfu sé fínasta veiði í tveggja stanga á, en lítið og ræfilslegt miðað við veiðitölur síðustu sumra. En í Leirvogsá er svona „efsta svæði" líka sem er þó í eðli sínu mjög ólíkt efsta svæði Elliðaána. Í Leirvogsá er um að ræða gljúfrið fyrir ofan svokallaðan Ketilhyl og upp að Tröllafossi. Í gegnum tíðina hefur gengið mikið af laxi þarna upp eftir og fyrir þá sem svæðið þekkja hefur veiðin verið góð og oft frábær. Krefjandi svæði, en virkilega gjöfult! En núna....einn lax í Ketilhyl og fjórir þar fyrir ofan. Af vefnum Vötn og Veiði
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði