Vettel fljótastur á lokaæfingunni og getur slegið met í tímatökunni 26. nóvember 2011 14:21 Sebastian Vettel um borð í Red Bull bíl sínum. AP MYND: Victor R. Caivano Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Jose Carlos Pace brautinni í Brasilíu í dag. Jenson Button á McLaren varð annar og var 0.087 úr sekúndu á eftir Vettel, en Mark Webber á Red Bull náði þriðja besta tíma. Hann var 0.137 úr sekúndu á eftir Vettel. Vettel vann mótið í Brasilíu í fyrra og getur slegið met í tímatökunni í dag. Hann jafnaði met Nigel Mansell í síðustu keppni hvað árangur í tímatöku varðar á sama keppnistímabili. Mansell náði fjórtan sinnum besta tíma í tímatöku árið 1992 með Williams liðinu og með því að ná besta tímanum í lokaumferð tímatökunnar í Abú Dabi á dögunum, þá jafnaði Vettel þann árangur. Með því að ná besta tíma í lokaumferðinni i dag getur hann slegið metið og ef svo fer verður hann í fimmtánda skipti fremstur á ráslínu í kappakstursmóti á þessu tímabili. Þó Vettel sé orðinn meistari í Formúlu 1, þá er enn barátta um annað sætið í stigamóti ökumanna á milli þriggja ökumanna. Button, Webber og Fernando Alonso á Ferrari eiga allir möguleika á því að ná öðru sæti. Button nægir að komst á verðlaunapall í keppninni á morgun til að tryggja sér annað sætið í stigamótinu. Alonso náði fjórða besta tíma á lokaæfingunni, en Adrian Sutil á Force var honum næstur. Tímatakan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 15.45 í dag. Tímarnir frá autosport.com 1. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m12.460s 21 2. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m12.547s + 0.087s 19 3. Mark Webber Red Bull-Renault 1m12.597s + 0.137s 21 4. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m12.622s + 0.162s 15 5. Fernando Alonso Ferrari 1m12.765s + 0.305s 17 6. Adrian Sutil Force India-Mercedes 1m13.113s + 0.653s 22 7. Nico Rosberg Mercedes 1m13.286s + 0.826s 21 8. Michael Schumacher Mercedes 1m13.393s + 0.933s 19 9. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m13.419s + 0.959s 19 10. Felipe Massa Ferrari 1m13.583s + 1.123s 18 11. Vitaly Petrov Renault 1m13.838s + 1.378s 20 12. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m14.283s + 1.823s 19 13. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m14.286s + 1.826s 20 14. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m14.311s + 1.851s 24 15. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m14.454s + 1.994s 22 16. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m14.547s + 2.087s 24 17. Bruno Senna Renault 1m14.551s + 2.091s 15 18. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m15.843s + 3.383s 24 19. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m16.026s + 3.566s 22 20. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m16.616s + 4.156s 26 21. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth 1m17.143s + 4.683s 23 22. Daniel Ricciardo HRT-Cosworth 1m17.296s + 4.836s 23 23. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m17.984s + 5.524s 23 24. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 3 Formúla Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Jose Carlos Pace brautinni í Brasilíu í dag. Jenson Button á McLaren varð annar og var 0.087 úr sekúndu á eftir Vettel, en Mark Webber á Red Bull náði þriðja besta tíma. Hann var 0.137 úr sekúndu á eftir Vettel. Vettel vann mótið í Brasilíu í fyrra og getur slegið met í tímatökunni í dag. Hann jafnaði met Nigel Mansell í síðustu keppni hvað árangur í tímatöku varðar á sama keppnistímabili. Mansell náði fjórtan sinnum besta tíma í tímatöku árið 1992 með Williams liðinu og með því að ná besta tímanum í lokaumferð tímatökunnar í Abú Dabi á dögunum, þá jafnaði Vettel þann árangur. Með því að ná besta tíma í lokaumferðinni i dag getur hann slegið metið og ef svo fer verður hann í fimmtánda skipti fremstur á ráslínu í kappakstursmóti á þessu tímabili. Þó Vettel sé orðinn meistari í Formúlu 1, þá er enn barátta um annað sætið í stigamóti ökumanna á milli þriggja ökumanna. Button, Webber og Fernando Alonso á Ferrari eiga allir möguleika á því að ná öðru sæti. Button nægir að komst á verðlaunapall í keppninni á morgun til að tryggja sér annað sætið í stigamótinu. Alonso náði fjórða besta tíma á lokaæfingunni, en Adrian Sutil á Force var honum næstur. Tímatakan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 15.45 í dag. Tímarnir frá autosport.com 1. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m12.460s 21 2. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m12.547s + 0.087s 19 3. Mark Webber Red Bull-Renault 1m12.597s + 0.137s 21 4. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m12.622s + 0.162s 15 5. Fernando Alonso Ferrari 1m12.765s + 0.305s 17 6. Adrian Sutil Force India-Mercedes 1m13.113s + 0.653s 22 7. Nico Rosberg Mercedes 1m13.286s + 0.826s 21 8. Michael Schumacher Mercedes 1m13.393s + 0.933s 19 9. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m13.419s + 0.959s 19 10. Felipe Massa Ferrari 1m13.583s + 1.123s 18 11. Vitaly Petrov Renault 1m13.838s + 1.378s 20 12. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m14.283s + 1.823s 19 13. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m14.286s + 1.826s 20 14. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m14.311s + 1.851s 24 15. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m14.454s + 1.994s 22 16. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m14.547s + 2.087s 24 17. Bruno Senna Renault 1m14.551s + 2.091s 15 18. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m15.843s + 3.383s 24 19. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m16.026s + 3.566s 22 20. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m16.616s + 4.156s 26 21. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth 1m17.143s + 4.683s 23 22. Daniel Ricciardo HRT-Cosworth 1m17.296s + 4.836s 23 23. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m17.984s + 5.524s 23 24. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 3
Formúla Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira